Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar, útdeildi boxum undir birkifræin áður en haldið var út í skóginn.
Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar, útdeildi boxum undir birkifræin áður en haldið var út í skóginn.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 11. október 2021

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit lagði Skógræktinni og Landgræðslunni lið á dögunum þegar klúbburinn stóð fyrir því að farið var út í skóg að tína birkifræ.

Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir átaki meðal landsmanna um að breiða út birkiskóga landsins og hvetja til þess að safna birkifræjum.

Jóhann Jakob Helgason lét sitt ekki eftir liggja við tínsluna.

„Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að eiga stund í skóginum með sjálfum sér eða fjölskyldunni, vinum og vandamönnum,“ segir Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar í Eyjafjarðarsveit. Hún segir að Sifjarkonur hafi hafi svarað kallinu í fyrrahaust „og það var svo gaman og notalegt að fleirum var boðið að vera með nú í ár,“ segir hún. Alls voru tólf manns á ferðinni nú, þar af voru Lionskonur sex talsins.

Birkifræsöfnunin í fyrra gekk vel, en alls var í heild tekið á móti 274 kílóum af birkifræi. Þá var mest safnað á Suður- og Vesturlandi þar sem fræár var með eindæmum gott í fyrra, en frekar lélegt fyrir norðan og austan. Í sumar snerist dæmið við og hefur fræmagn af trjám í þeim landshlutum verið mjög gott en lakara um sunnan og vestanvert landið.

Eftir að búið var að tína fræin var haldið í kaffisopa og kökubita á Hælinu.

Tvö kíló af fræjum

Lionskonur söfnuðu fræjum í í Kristnesskógi og Reykhúsaskógi sem eru samliggjandi. „Við tíndum rúmlega tvö kíló af óhreinsuðum fræjum í þetta sinn,“ segir hún og bætir við að öllum hafi þótt svo gaman að örugglega verði farið út í skóg aftur að ári að safna birkifræi. „Kjörorð Lions er „Við leggjum lið“ og það á vel við þetta verkefni.“
Eftir að söfnun lauk gátu þátttakendur komið sér vel fyrir á Hælinu, setri um sögu berklanna, og yljað sér á kaffi og kökubita.

Selma Dögg Sigurjónsdóttir einbeitt við tínsluna.

Skylt efni: Birki | birkifræ

Lögfræðingur og læknir sem stunda sjálfsþurftarbúskap á Fjarkastokki við Þykkvabæ
Líf og starf 14. október 2021

Lögfræðingur og læknir sem stunda sjálfsþurftarbúskap á Fjarkastokki við Þykkvabæ

Bærinn Fjarkastokkur stendur á bökkum Hólsár, skammt fyrir ofan Þykkvabæ í Rangá...

Bókaunnendur athugið!
Líf og starf 14. október 2021

Bókaunnendur athugið!

Frásagnarlist hefur fylgt mann­kyninu frá alda öðli og þykir greinarhöfundi fátt...

Afkastageta aukin um 40% og fullvinnsla eykst bæði á fóðurbætiefni og til manneldis
Líf og starf 12. október 2021

Afkastageta aukin um 40% og fullvinnsla eykst bæði á fóðurbætiefni og til manneldis

Framkvæmdir hafa staðið yfir við stækkun verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsin...

Betri búrekstur með loftslagsvænni landbúnaði
Líf og starf 12. október 2021

Betri búrekstur með loftslagsvænni landbúnaði

Loftslagsvænn landbúnaður, sam­starfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar l...

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi
Líf og starf 11. október 2021

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit lagði Skógræktinni og Landgræðslunni lið ...

Mikil gróska í tilraunaeldhúsi matarfrumkvöðla
Líf og starf 8. október 2021

Mikil gróska í tilraunaeldhúsi matarfrumkvöðla

Um þessar mundir fagnar Eldstæðið eins árs afmæli, en það er tilraunaeldhús í Kó...

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Ey...

Betri Bakkafjörður
Líf og starf 6. október 2021

Betri Bakkafjörður

Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsi...