Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Keppni í hundasleðaakstri.
Keppni í hundasleðaakstri.
Mynd / Marcin Kozaczek
Líf og starf 9. apríl 2021

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær fyrstu helgar marsmánaðar og var heilmikið um að vera. Það má segja að ferðaþjónustan í sveitinni hafi farið af stað með látum eftir vetrardvala.

Á hátíðinni eru stundaðar bæði hefðbundnar sem og óhefðbundnar vetraríþróttir í einstakri náttúrufegurð Mývatnssveitar. Hátíðin nú sló heldur betur í gegn og fjöldi fólks sótti Mývetninga heim og átti þar góða daga, naut alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Uppbókað var á gistiheimilum og allir viðburðir voru vel sóttir.

Hestamótið Mývatn Open – hestar á ís fór fram í brakandi blíðviðri. Veiðifélag Mývatns bauð gestum upp á að prófa dorgveiði og mættu um 150 manns á þann viðburð, en dorgveiði er órjúfanlegur hluti af sögu og tilveru Mývetninga. Vart mátti á milli sjá hvort skemmtu sér betur börn eða fullorðnir úti á ísnum í glampandi sól með kakó – eða kaffibolla.

Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands fór fram hjá Snow dogs í Vallholti í Þingeyjarsveit og var mikið fjör í tengslum við það, keppnin spennandi og alltaf vinsælt að fá að klappa hundunum aðeins.  

Þeir eru fallegir hundarnir. 

Pappakassinn sló í gegn

Nýr dagskrárliður, Pappakassinn, var haldinn í fyrsta sinn nú í ár og sló rækilega í gegn. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu. Keppt var í ýmsum flokkum, m.a. um flottasta sleðann og þann hraðasta sem og skemmtilegustu liðsstemninguna. Lögðu keppendur mikinn metnað í sleðana og varð úr hin besta skemmtun þannig að þessi liður Vetrarhátíðar verður örugglega fastur liður Vetrarhátíðar.

Rúsínan í pylsuendanum var þegar fyrsta umferð í Íslandsmótinu í snjókrossi var haldin og sýndu keppendur virkilega góða takta á sleðum sínum. Gestir voru hvattir til að taka með sér gönguskó og skíði og njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða á sínum forsendum og sjá mátti fólk á ferðinni á skíðum sínum að njóta náttúrunnar og upplagt eftir vel heppnaða skíðaferð að skella sér í jóga og slaka síðan á í Jarðböðunum. 

Sigurvegarar í Pappakassanum. Gengur sú keppni út á að hanna og byggja sleða úr bylgjupappa, límbandi og lími og renna sér niður brekku á skíðasvæðinu við Kröflu.

Báru sig vel þrátt fyrir hvassviðri í maílok
Líf og starf 12. júní 2021

Báru sig vel þrátt fyrir hvassviðri í maílok

Víða má nú sjá merar með nýköstuð folöld sín sem eru að feta sín fyrstu spor í þ...

Aðgangur seldur að hvítlauksakrinum í ágúst
Líf og starf 10. júní 2021

Aðgangur seldur að hvítlauksakrinum í ágúst

Það eru til um 600 yrki af hvítlauk í heiminum. Á síðustu átta mánuðum hafa sex ...

Samtök smáframleiðenda matvæla gera tímamótasamning við Eimskip
Líf og starf 9. júní 2021

Samtök smáframleiðenda matvæla gera tímamótasamning við Eimskip

Í maí tók gildi nýr viðskipta­samningur milli Samtaka smáfram­leiðenda matvæla (...

Um 19 milljónir í rekstur hjúkrunarheimilis vegna vanfjármögnunar ríkisins
Líf og starf 7. júní 2021

Um 19 milljónir í rekstur hjúkrunarheimilis vegna vanfjármögnunar ríkisins

Grýtubakkahreppur lagði tæplega 19 milljónir króna á árinu 2020 með rekstri hjúk...

Smekkir á ketti til að þeir veiði ekki fugla
Líf og starf 4. júní 2021

Smekkir á ketti til að þeir veiði ekki fugla

Guðrún Gauksdóttir, sem býr í Kaldaðarnesi í Árborg, á þrjá ketti, sem heita Kúr...

Saumuðu tuskur úr ónýtum handklæðum fyrir þvottahús
Líf og starf 4. júní 2021

Saumuðu tuskur úr ónýtum handklæðum fyrir þvottahús

„Þetta var mjög skemmtilegt og gefandi. Það er alltaf gaman þegar hægt er að fin...

„Eigum í dag miklu meiri samleið með Samtökum ferðaþjónustunnar“
Líf og starf 3. júní 2021

„Eigum í dag miklu meiri samleið með Samtökum ferðaþjónustunnar“

Félag ferðaþjónustubænda (FFB) stefnir á að hætta að skilgreina sig sem búgreina...

Fjölbreytt sumarstörf garðyrkjunema
Líf og starf 1. júní 2021

Fjölbreytt sumarstörf garðyrkjunema

Lokapróf nemenda á Garð­yrkju­skólanum eru að baki þetta vorið og sumarið bíður ...