Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Rabarbari eða tröllasúra veita ríkulega af kalki, eða rúm 100 mg í einum bolla. Stilkur rabarbarans er mikið notaður í sultugerð, rabarbarasúpu og stundum einnig í saft- og víngerð.
Rabarbari eða tröllasúra veita ríkulega af kalki, eða rúm 100 mg í einum bolla. Stilkur rabarbarans er mikið notaður í sultugerð, rabarbarasúpu og stundum einnig í saft- og víngerð.
Líf og starf 29. september 2021

Leitið ekki langt yfir skammt eftir vítamínum úr náttúrunni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þegar haldið er í daglegu gönguferðina sem er svo holl okkur öllum, er ekki fjarri að taka með sér pokaskjatta með það fyrir augum að sanka að sér vítamínum. Náttúran er nefnilega yfirfull.

Söl eru ein næringarríkasta tegund sjávarjurta sem má finna hérlendis. Þau eru rík af próteini, járni og flúori auk þess að innihalda meðal annars joð sem er gott fyrir skjaldkirtilinn. Einnig má nefna A, E og C vítamín, kalín sem er mikilvægt heilbrigðu taugakerfi, fosfór sem hefur áhrif á upptöku úr meltingarvegi og svo magnesíum, B6 og B12 vítamín sem stuðla að eðlilegri starfsemi tauga og ónæmiskerfisins og hafa þannig áhrif bæði á geð og streitustig.

Rabarbari eða tröllasúra veita ríkulega af kalki eða rúm 100 mg í einum bolla. Að auki inniheldur jurtin lutein sem er gott fyrir augu, húð og vel af K vítamíni sem hjálpar til við eðlilega beinmyndun í líkamanum og hægir á beinhrörnun með því að draga úr kalktapi. Rauði liturinn er svo vegna andoxunarefnanna sem eru nauðsynleg fyrir líkamann.
Túnsúra sem er betur þekkt undir nafninu hundasúra (þó þær séu víst einungis af sömu ætt, Rumex acetosa og Rumex acetosella) er talin afar áhrifarík við losun bjúgmyndunar auk þess að örva og styrkja lifrina. Hún er góð við lystarleysi, hægðatregðu og gyllinæð auk þess að innihalda ríflegan skammt af vítamínum á borð við A-, B- og C-vítamína. (C-vítamín hjálpar til að mynda bandvef (kollagen) sem er mikilvægur fyrir vöxt æða, beina og tanna, og græðslu sára.

Kerfill hefur verið talinn draga úr bólgum auk þess að olía eða te sem unnin hafa verið úr honum hafa róandi áhrif. Ber jurtin bæði lykt og bragð af anis, eða lakkrísbragði. Kerfill inniheldur mikið magn B vítamína auk A, C og E vítamína (E vítamín hafa góð áhrif á hjarta- og æðakerfið með því að hindra oxun á fitu í líkamanum) auk þess sem kerfill er nokkuð ríkur af andoxunarefnum.

Birkilauf hafa í áraraðir verið þekkt fyrir að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann. Blöð trésins, sem innihalda einnig mikið af C vítamíni, hafa auk þess verið notuð við sýkingum í þvagfærum, en þau hafa jákvæð áhrif á nýru, þvagblöðru og þvagrás. Sumir vilja einnig kalla þetta töfralyf þar sem önnur notkun hefur falið í sér meðhöndlun liðagigtar, hárloss og húðútbrota.

Sólber eru hvað ríkust af C vítamíni allra tegunda. Í þeim eru hvorki meira né minna en tæp 350 prósent af ráðlögðum dagskammti. Að auki innihalda þau A, B og E vítamín, andoxunarefni og trefjar. Þau má svo nota í hinar ýmsu sultur, saftir, þeytinga eða bara eins og þau eru best, beint af greininni!

Sveppir innihalda ýmiss konar bætiefni og sjálfsagt er að athuga tegundirnar eftir tínslu enda munur á innihaldi eftir gerð. Í þeim má almennt aðallega finna D vítamín, (D-vítamín gerir líkamanum kleift að nýta kalk og fosfór til að byggja upp bein með því að auka upptöku kalks og fosfórs frá þörmum) þó nokkuð af B2 vítamíni, fólasín, kalíum sem stuðlar að eðlilegri vökvaflóru í líkamanum, smávegis af trefjum og kopar. Selenium finnst í afar ríkum mæli í sveppum en þeir gegna mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið og frjósemi hjá karlmönnum auk þess sem það er talið vinna gegn myndun krabbameinsfrumna.

Furubarr eða te furubarrs öllu heldur, er tilvalinn drykkur til að auka daglega orku. Í furunálum má finna mikið magn A vítamíns sem hefur jákvæð áhrif á hár, húð og sjón. Best er að tína nálarnar og skola við heimkomu áður en þær eru settar í sjóðandi vatn. Eftir nokkrar mínútur er vökvinn síaður og þá má njóta tesins. Hægt er að bragðbæta teið með sykri, hunangi eða jafnvel kanil ef bragðið þykir sérstakt. Þess má geta að stafafura er eitt algengasta skógræktartréð á Íslandi, alla jafna notað sem jólatré. 

Skylt efni: Vítamín | Söl | Sólber

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni
Líf og starf 23. maí 2022

Dvergkindur og kryddjurtir töfralausnir í ræktuninni

Höskuldur Ari Hauksson hefur verið vínbóndi í Hünenberg See í kantónunni Zug í m...

Áburður á norðausturhornið
Líf og starf 20. maí 2022

Áburður á norðausturhornið

Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að...

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum
Líf og starf 17. maí 2022

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum

Tjörvi Bjarnason er kunnur af störfum sínum í útgáfu- og kynningarmálum fyrir Bæ...

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar a...

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi
Líf og starf 13. maí 2022

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi

Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í b...

Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi and...

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Lauga...

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum
Líf og starf 4. maí 2022

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum

Lyfjafræðingurinn og sinneps­framleiðandinn Svava Hrönn Guðmundsdóttir er nýr fo...