Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jón Þorsteinsson, kjötmeistari Íslands 2016.
Jón Þorsteinsson, kjötmeistari Íslands 2016.
Líf og starf 1. apríl 2016

Kjötiðnaðarmenn SS hrepptu 19 gull-, 6 silfur- og 3 bronsverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjötiðnaðarmenn SS á Hvolsvelli stóðu sig vel í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fór nýlega fram á höfuðborgarsvæðinu. Jón Þorsteinsson varði titilinn „Kjötmeistari Íslands“ og hlaut 254 stig. Steinar Þórarinsson varð í 3.–5. sæti um þann  titil með 250 stig. 
 
Stoltur hópur kjötiðnaðarmanna SS sem þátt tóku í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.
 
Níu kjötiðnaðarmenn frá SS, eða þeir Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson, Oddur Árnason, Samúel Guðmundsson, Hermann Bjarki Rúnarsson, Einar Sigurðsson, Jónas Pálmar Björnsson og Jón Þorsteinsson sendu samtals 33 vörur inn í keppnina. Hlutu þeir 19 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. Því hlutu 85% innsendra vara verðlaun og gullverðlaun voru 68% verðlaunanna. 
 
Auk þess féllu í þeirra skaut fimm sérverðlaun auk hins eftirsótta titils Kjötmeistara Íslands. 
 
Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd til dómarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi má senda inn allt að 10 vörur til keppninnar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga, eða 50 stig. Dómarar leita síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem finnst fækkar stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur fengið gull-, silfur- eða bronsverðlaun. 
 
Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að hafa 49–50 stig og vera nánast gallalaus. Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að hafa 46–48 stig og má aðeins vera með lítils háttar galla og til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42 til 45 stig.

2 myndir:

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....