Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jón Þorsteinsson, kjötmeistari Íslands 2016.
Jón Þorsteinsson, kjötmeistari Íslands 2016.
Líf og starf 1. apríl 2016

Kjötiðnaðarmenn SS hrepptu 19 gull-, 6 silfur- og 3 bronsverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjötiðnaðarmenn SS á Hvolsvelli stóðu sig vel í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fór nýlega fram á höfuðborgarsvæðinu. Jón Þorsteinsson varði titilinn „Kjötmeistari Íslands“ og hlaut 254 stig. Steinar Þórarinsson varð í 3.–5. sæti um þann  titil með 250 stig. 
 
Stoltur hópur kjötiðnaðarmanna SS sem þátt tóku í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.
 
Níu kjötiðnaðarmenn frá SS, eða þeir Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson, Oddur Árnason, Samúel Guðmundsson, Hermann Bjarki Rúnarsson, Einar Sigurðsson, Jónas Pálmar Björnsson og Jón Þorsteinsson sendu samtals 33 vörur inn í keppnina. Hlutu þeir 19 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. Því hlutu 85% innsendra vara verðlaun og gullverðlaun voru 68% verðlaunanna. 
 
Auk þess féllu í þeirra skaut fimm sérverðlaun auk hins eftirsótta titils Kjötmeistara Íslands. 
 
Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd til dómarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi má senda inn allt að 10 vörur til keppninnar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga, eða 50 stig. Dómarar leita síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem finnst fækkar stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur fengið gull-, silfur- eða bronsverðlaun. 
 
Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að hafa 49–50 stig og vera nánast gallalaus. Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að hafa 46–48 stig og má aðeins vera með lítils háttar galla og til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42 til 45 stig.

2 myndir:

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f