Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur við fyrstu bílunum frá Kristmanni Frey Dagssyni, sölustjóra Öskju.
Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur við fyrstu bílunum frá Kristmanni Frey Dagssyni, sölustjóra Öskju.
Mynd / Bílaleiga Akureyrar
Líf og starf 20. október 2021

Keyptu 70 rafbíla á einu bretti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Höldur-Bílaleiga Akureyrar festi kaup á 70 rafbílum á dögunum, en um er að ræða stærstu einstöku kaup á rafbílum hér á landi.

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á orkuskipti í bílaflota sínum, en um 15% bílanna nú eru raf- eða tvinnbílar. Stefnt er að því að fjórðungur bílaflotans verði raf- eða tvinnbílar á næsta ári, að sögn Steingríms Birgissonar, framkvæmdastjóra félagsins.

Bílarnir eru af gerðinni Kia-Niro og er bróðurpartur þeirra, um 60 bílar, þegar komnir til landsins og komnir í útleigu. Steingrímur segir að félagið hafi smám saman verið að fjölga umhverfisvænum bílum í sínum flota og vildu gjarnan gera það hraðar. Það sem hamlar helst er að innviði skorti hér og hvar um landið, við hótel og gististaði vanti fleiri hleðslustöðvar.

Viðskiptavinir vilji gjarnan leigja rafbíla, en enn sem komið er nýtir einungis innlendi markaðurinn þá bíla. Þeir erlendu ferðamenn sem eru á ferð um landið geti ekki nýtt sér þá þar sem ekki er á vísan að róa með hleðslu á gististað. Steingrímur vonar að úr því rætist en Orkusjóður hafi auglýst styrki til gististaða sem vilja byggja upp hleðslustöðvar við fyrirtæki sín.

50 milljónir í hleðslustöðvar

Steingrímur segir að vissulega sé dýrt að koma upp hleðslustöðvum. Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur undanfarin misseri staðið í uppbyggingu á slíkum stöðvum.

Við nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík, í Skútuvogi 8, er búið að setja upp 26 stöðvar en gert ráð fyrir við uppbygginguna að hægt verði að fjölga þeim upp í 100.

Við Reykjavíkurflugvöll voru settar upp 6 hleðslustöðvar og þær eru jafnmargar á Akureyri, en dreifast á þrjá staði.

„Við erum með 38 hleðslustöðvar núna og ljóst að við munum fjölga þeim umtalsvert á næstunni,“ segir Steingrímur. Fjárfesting við uppbygginguna nemur um 50 milljónum króna, en 6 til 8 milljóna króna styrkur fékkst úr Orkusjóði. 

Skylt efni: rafbílar

Besti áfangastaður í heimi 2022
Líf og starf 30. nóvember 2021

Besti áfangastaður í heimi 2022

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ...

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga
Líf og starf 29. nóvember 2021

Svo til allar lóðir seldar í fyrsta áfanga

Meiri áhugi hefur verið á húsum í Hagabyggð í Hörgársveit en gert var ráð fyrir ...

Ræktun á brúskfé
Líf og starf 29. nóvember 2021

Ræktun á brúskfé

Brúskfé er sjaldgæft í íslenska sauðfjárstofninum en margir hrífast af því og fi...

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf
Líf og starf 26. nóvember 2021

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir góð störf

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin nýverið en ekki reyndis...

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar
Líf og starf 25. nóvember 2021

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar

Það var hátíðarstund á Land­búnaðar­safni Íslands á Hvanneyri laugardaginn 6. nó...

Margvíslegt hagræði með skiptibeit
Líf og starf 25. nóvember 2021

Margvíslegt hagræði með skiptibeit

Í Lækjartúni í Ásahreppi eru bændurnir byrjaðir á tilraunum í beitarstjórnun, þa...

Hrútasýning í Hrútafirði
Líf og starf 16. nóvember 2021

Hrútasýning í Hrútafirði

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár v...

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn
Líf og starf 12. nóvember 2021

Ásbjörn Pálsson og Helga Jóhannsdóttir, bændur í Syðri-Haukatungu II, áttu besta lambhrútinn

Héraðssýning lambhrúta á Snæ­fellsnesi var haldin laugar­daginn 16. október og v...