Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Savino Izzi frá Puglia á Ítalíu og Hildur Stefánsdóttir í Holti í Þistilfirði önnum kafin við ítölsku ostagerðina.
Savino Izzi frá Puglia á Ítalíu og Hildur Stefánsdóttir í Holti í Þistilfirði önnum kafin við ítölsku ostagerðina.
Líf og starf 30. júní 2022

Ítalskir ostar á morgunverðarborðið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ostagerðarmaðurinn Savino Izzi frá Puglia á Ítalíu leit við í heimsókn á bæinn Holt í Þistilfirði í liðinni viku.

Hann staldraði við í nokkra daga og kenndi Hildi Stefánsdóttur, sem þar býr, að búa til nokkra af frægustu ostum Ítalíu, svo sem Canestrato, ricotta, burata og mozarella.

Á Holti reka Hildur og maður hennar, Sigurður Þór Guðmundsson, sauðfjárbú og einnig gistiheimilið Grástein guesthouse.

Savino kom að sögn Hildar með Norrænu til Seyðisfjarðar, en vinur hans, Stefano, hefur starfað sem leiðsögumaður hér á landi um 20 ára skeið. Hvatti hann Savino til að sækja landið heim og útbreiða þar boðskapinn um ítölsku ostana. Skoða aðstæður í landbúnaði hér á landi og vöruframboð auk þess
að miðla Íslendingum af sinni þekkingu.

Fjölskylda hans rekur ostagerð í heimalandinu og hefur Savino starfað við
fagið um langt skeið. „Hann hefur ástríðu fyrir ostagerðinni og líka að kynna hana fyrir öllum þeim sem áhuga hafa,“ segir Hildur.

Hún rak augun í auglýsingu á Facebook um að Savino yrði með kynningu á Vopnafirði og gerði sér lítið fyrir og ók þangað til að fylgjast með. Hún varð mjög hrifin af því sem fram kom á kynningunni og bauð Savino að koma heim að Holti og kenna sér að búa til ítalska osta.

Hann þáði boðið og stoppaði í nokkra daga á bænum og fór yfir helstu atriði sem hafa þarf á hreinu við ostagerðina.

„Áður en hann kom sannfærði hann okkur um að reka inn nokkrar lambær, stía lömbunum frá næturlangt og mjólka að morgni,“ segir Hildur, en einnig fengu þau senda kúamjólk úr Eyjafirði til að vinna með.
Hildur segir að Savino ætli að dvelja hér á landi í nokkra mánuði, fara um, hitta bændur og alla þá sem áhuga hafa á að læra nýjar aðferðir og nýta sem best allar sínar afurðir.

„Við bjóðum upp á heimabakað brauð með morgunmatnum og það verður ekki ónýtt að geta líka lagt ítalska osta á borðið. Við höfum farið yfir þetta allt saman skref fyrir skref og það hefur verið mjög fróðlegt og skemmtilegt,“ segir hún.

Skylt efni: ostagerð | ítalskir ostar

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...