Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í það minnsta fjórum sinnum hafa hreindýr verið flutt til Íslands, með misjöfnum árangri. Núverandi stofn er talinn runninn frá dýrum sem sleppt var í Vaðlaheiði, en þó einkum í Vopnafirði, seint á 18. öld.
Í það minnsta fjórum sinnum hafa hreindýr verið flutt til Íslands, með misjöfnum árangri. Núverandi stofn er talinn runninn frá dýrum sem sleppt var í Vaðlaheiði, en þó einkum í Vopnafirði, seint á 18. öld.
Mynd / Skarphéðinn G. Þórisson
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G. Þórissyni.

Skarphéðinn G. Þórisson,
f. 1954, d. 2023.

Hún hefur að geyma um 90 ljósmyndir sem Skarphéðinn tók við vöktun og rannsóknir á íslenska hreindýrastofninum um áratuga skeið.

Ljósmyndunum er skipt upp eftir árstíðum og sýna dýrin nær og fjær, við alls kyns aðstæður og gefa sterka innsýn í líf og far hjarðanna og einstakra dýra; hreinkálfa, hreinkúa og hreintarfa.

Sterk arfleifð

Skarphéðinn fæddist árið 1954 og ólst upp í Reykjavík en flutti austur á Fljótsdalshérað árið 1978 eftir að hann lauk líffræðinámi frá Háskóla Íslands. Segir í kynningu bókar að þá hafi hann farið að vinna við vöktun íslenska hreindýrastofnsins og unnið við það æ síðan, fyrst ásamt öðru og lengst af sem kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum.

Árið 2000 hóf hann störf við Náttúrustofu Austurlands og var eftir það í fullu starfi við vöktunina. Hann kom að útgáfumálum í fjórðungnum, var ritstjóri tímaritsins Múlaþings um tíma og ásamt öðrum upphafsmaður að útgáfu tímaritsins Glettings.

Ljósmyndir úr safni hans hafa verið sýndar á nokkrum ljósmynda- sýningum og sögusýningum um hreindýr á Íslandi. Eftir hann liggja, auk ljósmyndanna, ritgerðir, greinar og fjöldi skýrslna um hreindýr á Íslandi.

Náttúrufræðingur af lífi og sál

„Hann vílaði ekki fyrir sér að dvelja langdvölum í blautu tjaldi eða köldum kofa, skrölta um á sleða eða ganga torfærur til að safna gögnum eða fanga augnablik á filmu. Líklega var það þessi fróðleiksfýsn og ævintýraþrá sem skiluðu honum austur á land árið 1978 til að sinna því verki sem að lokum varð hans aðal ævistarf, að rannsaka og vakta íslenska hreindýrastofninn. Hann sinnti því verki af elju og alúð til dauðadags en hann lést í flugslysi við hreindýratalningar 9. júlí 2023,“ segir m.a. í formála að bókinni. Fram kemur að Skarphéðinn hafi hin síðari ár lagt drög að bókinni. Það úrval sem birtist í henni sé hluti af efni sem hann hafði tekið saman og flokkað eftir árstíðum. „Fjölskylda hans lýkur nú því sem hann var byrjaður á og vill þannig heiðra minningu hans og halda verkum hans á lofti“, segir jafnframt
í formálanum.

Formála ritar Hálfdán Helgi Helgason. Inngangur um hreindýr er eftir Skarphéðin. Einnig kaflaskilatextar árstíðanna fjögurra. Textar eru jafnframt á ensku. Aðalritstjóri er Ragnhildur Rós Indriðadóttir, ritstjóri texta Unnur Birna Karlsdóttir og myndritstjórn í höndum Ragnhildar Ásvaldsdóttur. Útgefandi er Bókstafur. Bókin er í stóru broti, 128 bls. og vandað til frágangs og prentunar.

Skylt efni: hreindýr

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...