Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Uppáklæddar í þjóðbúning, frá vinstri: Elísabet Eðvarð Rafnsdóttir, Eyrún Olsen, Kolbrún Ýr Gísladóttir, Guðlaug Sigmundsdóttir og Valdís Jónsdóttir. Þær eru í upphlut, faldbúningi og peysufötum.
Uppáklæddar í þjóðbúning, frá vinstri: Elísabet Eðvarð Rafnsdóttir, Eyrún Olsen, Kolbrún Ýr Gísladóttir, Guðlaug Sigmundsdóttir og Valdís Jónsdóttir. Þær eru í upphlut, faldbúningi og peysufötum.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 10. október 2025

Íslenski þjóðbúningurinn í öndvegi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður sannkölluð menningarveisla á Suðurlandi um miðjan október þegar Þjóðbúningafélag Íslands stendur fyrir hátíðinni „Þjóðbúningar og skart“. Hátíðin fer fram laugardaginn 11. október á Selfossi og sunnudaginn 12. október á Eyrarbakka. Sýndir verða 50 endurgerðir þjóðbúningar.

Á laugardeginum hefst dagskráin klukkan 13.00 í Grænumörk 5 á Selfossi (salur eldri borgara). Þar verður opnuð sýning á 50 endurgerðum íslenskum þjóðbúningum. Einnig verður kynning á fjölbreyttu handverki og í boði verður minjagripasala. Helgi Hermannsson leikur á nikkuna og klukkan 14.00 setur Eyrún Olsen viðburðastjóri hátíðina formlega. Að því loknu mun Margrét Skúladóttir, formaður Þjóðbúningafélags Íslands, kynna starfsemi félagsins. Deginum lýkur með hópmyndatöku klukkan 16.10 af öllum sem mæta í þjóðbúningum.

Fornbílar og skrúðganga á Eyrarbakka

Á sunnudeginum flyst hátíðin yfir á Eyrarbakka þar sem dagskráin hefst klukkan 13.30 í þremur húsum Byggðasafns Árnesinga. Í einu þeirra flytur Almar Grímsson lyfjafræðingur fyrirlestur um undanfarana, sem héldu vestur um haf árið 1870. Að honum loknum verður gengið í skrúðgöngu með fornbílum að Sjóminjasafninu þar sem Lýður Pálsson safnstjóri og Ásmundur Kristjánsson gullsmiður fjalla um silfursjóð safnsins. Að því loknu verður gengið aftur í Húsið þar sem Linda Ásdísardóttir safnafræðingur býður gesti velkomna á sýninguna „Yfir beljandi fljót“. Hátíðinni lýkur um klukkan 16:00 með myndatöku við Húsið. Strax á eftir verður öllum boðið upp á kaffi og kleinur í boði Þjóðbúningafélags Íslands.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...