Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenska ullin sýrulituð inni í örbylgjuofnum
Mynd / MHH
Líf og starf 20. apríl 2016

Íslenska ullin sýrulituð inni í örbylgjuofnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Helgina 2. og 3. apríl mættu sextán hressar konur á bæinn Skinnhúfu í Holta- og Landsveit á námskeið hjá Lauru Senator en hún kom til landsins til að kenna konunum að sýrulita íslenska ull með örbylgjuofnum í þeim tilgangi að bæta við náttúruliti ullarinnar. 
 
Laura starfar sem barnalæknir en spinnur og litar ull og selur á netinu. „Það er mikil endurvakning í ullartengdu handverki í Bandaríkjunum og þar er verið þróa nýjar aðferðir og fara langt út fyrir rammann sé horft á hefðbundna rammann. Ég vil læra sem mest, þetta er eins og að safna verkfærum, svo ég geti betur stundað listina mína.“ „Ég er listamaður í ullartímabili,“ segir Maja Siska í Skinnhúfu sem fékk Laura til landsins. Hún segir að gamla hefðbundna handverkið með íslensku ullina sé fínt og nauðsynlegt en það sé hægt að gera svo miklu meira í dag en fyrir 100 árum síðar. „Ég er heppin að hér er góður og áhugasamur hópur af spunakonum sem vilja líka læra nýtt og prufa sig áfram og standa saman með mér í þessu. Við erum spunahópur og heitum „Rokkað á Brúarlundi“ og hittumst tvisvar sinnum í mánuði allan veturinn á Brúarlundi til að vinna með ullina. Við tökum okkur reyndar frí í nokkra mánuði núna þegar sauðburður og sumarið er fram undan en byrjum aftur að hittast í haust,“ bætir Maja við. 

4 myndir:

Skylt efni: ullarnýting | ull

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f