Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenska ullin sýrulituð inni í örbylgjuofnum
Mynd / MHH
Líf og starf 20. apríl 2016

Íslenska ullin sýrulituð inni í örbylgjuofnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Helgina 2. og 3. apríl mættu sextán hressar konur á bæinn Skinnhúfu í Holta- og Landsveit á námskeið hjá Lauru Senator en hún kom til landsins til að kenna konunum að sýrulita íslenska ull með örbylgjuofnum í þeim tilgangi að bæta við náttúruliti ullarinnar. 
 
Laura starfar sem barnalæknir en spinnur og litar ull og selur á netinu. „Það er mikil endurvakning í ullartengdu handverki í Bandaríkjunum og þar er verið þróa nýjar aðferðir og fara langt út fyrir rammann sé horft á hefðbundna rammann. Ég vil læra sem mest, þetta er eins og að safna verkfærum, svo ég geti betur stundað listina mína.“ „Ég er listamaður í ullartímabili,“ segir Maja Siska í Skinnhúfu sem fékk Laura til landsins. Hún segir að gamla hefðbundna handverkið með íslensku ullina sé fínt og nauðsynlegt en það sé hægt að gera svo miklu meira í dag en fyrir 100 árum síðar. „Ég er heppin að hér er góður og áhugasamur hópur af spunakonum sem vilja líka læra nýtt og prufa sig áfram og standa saman með mér í þessu. Við erum spunahópur og heitum „Rokkað á Brúarlundi“ og hittumst tvisvar sinnum í mánuði allan veturinn á Brúarlundi til að vinna með ullina. Við tökum okkur reyndar frí í nokkra mánuði núna þegar sauðburður og sumarið er fram undan en byrjum aftur að hittast í haust,“ bætir Maja við. 

4 myndir:

Skylt efni: ullarnýting | ull

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...

Lifum & borðum betur!
Líf og starf 18. september 2023

Lifum & borðum betur!

Yfirskriftina mætti kalla möntru Alberts Eiríkssonar, eins ástsælasta matgæðings...

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur
Líf og starf 15. september 2023

Snarminnkandi reki við Íslandsstrendur

Við rekur á allar fjörur landsins en mestan reka er að finna á norðanverðu Langa...

Austurlamb á undan sinni samtíð
Líf og starf 15. september 2023

Austurlamb á undan sinni samtíð

Árið 2003 sameinuðust tuttugu sauðfjárbændur á Austurlandi um sölu upprunamerkts...