Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skákþrautin að þessu sinni telst í léttari kantinum og engar fórnir. Bara þvingaðir leikir.
Dc8+...og kóngurinn á bara einn reit til að fara á.
Kb6....þvingað.
Dc7+... og aftur á kóngurinn bara einn reit til að fara á.
Ka6....aftur þvingaður leikur
Ha1 mát!
Auðvitað hefði hvítur getað tekið riddarann á d7, í staðinn fyrir að máta með hróknum, en maður tekur alltaf mátið ef það er í boði.
Skákþrautin að þessu sinni telst í léttari kantinum og engar fórnir. Bara þvingaðir leikir. Dc8+...og kóngurinn á bara einn reit til að fara á. Kb6....þvingað. Dc7+... og aftur á kóngurinn bara einn reit til að fara á. Ka6....aftur þvingaður leikur Ha1 mát! Auðvitað hefði hvítur getað tekið riddarann á d7, í staðinn fyrir að máta með hróknum, en maður tekur alltaf mátið ef það er í boði.
Líf og starf 16. desember 2024

Hvítur mátar í þremur leikjum

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson vann sigur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótsins í hraðskák sem fram fór 1. desember sl. í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík.

Helgi fékk 11,5 vinninga af 13 mögulegum og varð því Íslandsmeistari með miklum glæsibrag. Hilmir Freyr Heimisson varð annar með 11 vinninga og Stephan Briem þriðji með 9 vinninga.

Íslandsmótið í atskák fer fram laugardaginn 7. desember á Selfossi á Bankanum vinnustofu. Mótið hefst kl. 14.00 og tefldar verða níu umferðir. Tímamörk verða 10 mín. að viðbættum 3 sek. á hvern leik. Mótið er tilvalið fyrir áhugasama að taka þátt í.

Þrír Íslendingar tefla á London Chess Classic sem fram fer á Emirates vellinum, heimavelli fótboltaliðsins Arsenal. Það eru stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, ritstjórinn Björn Þorfinnsson og Björn Hólm Birkisson. Vignir Vatnar er efstur á mótinu þegar þetta er ritað. Af þessari upptalningu sést að það er nóg um að vera í skákinni innanlands sem erlendis.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...