Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Á myndinni eru þeir Rúnar Einarsson, Guðjón Sigurjónsson, Steinar Jónsson og Hrannar Erlingsson í sveit Málningar.
Á myndinni eru þeir Rúnar Einarsson, Guðjón Sigurjónsson, Steinar Jónsson og Hrannar Erlingsson í sveit Málningar.
Mynd / Aðalsteinn Jörgensen.
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti briddsspilara 65 ára og eldri sem fram fór í netheimum fyrir skemmstu.

Þorlákur Jónsson var meðal þeirra sem skipuðu lið Íslands og hlaut bronsið á Norðurlandamótinu. Hann landaði ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu heimsmeistaratitli í bridds árið 1991 í Japan. Það afrek gleymist aldrei. Í Yokohama nutu Þorlákur og makker hans á þeim tíma, Guðmundur Páll Arnarson, þess að búa yfir beittri sagntækni ásamt hinum tveimur íslensku pörunum, þeir notuðu hindranir af meiri þrótti en sést hafði og bjuggu yfir fjöldjöflum í vopnabúrinu sem rugluðu margan andstæðinginn í ríminu.

En vörnin skiptir alltaf miklu máli og vörnina spilar Þorlákur enn eins og kóngur líkt og þeir sem fylgdust með NM heldri spilara á dögunum sáu í beinni útsendingu á Real Bridds.

Þorlákur sat í vestur og átti út gegn fjórum hjörtum án þess að AV kæmu inn á sagnir. Öll útspil önnur en tígull hefðu gefið samninginn og Þorlákur fann að spila út tígli. Makker Þorláks, Sverrir Ármannsson, drap á einspilið og spilaði spaða um hæl. Sagnhafi reyndi svíninguna en kóngur Þorláks átti slaginn og hélt svo Þorlákur áfram með spaða. Þegar hann komst inn á trompásinn gaf hann makker sínum stungu, glæsileg vörn og talan í AV.

MFS: Monrad-keppni hjá BR

„Þetta eru vel æfðir menn,“ segir Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmaður í bridds, um spilarana í sveit Málningar sem unnu fyrsta keppniskvöldið í þriggja kvölda sveitakeppni sem spiluð er nú með Monrad-sniði í einum merkilegasta briddsklúbbi landsins, Bridgefélagi Reykjavíkur. Uppeldisstöð margra af sterkustu spilurum landsins í áranna rás.

Fjöldi briddsfélaga stendur fyrir vikulegum mótum um allt land. Eru nýir og óvanir spilarar velkomnir. Sú tíð er löngu liðin að nýliðar fái misjafnar móttökur. Bridds er spil fyrir alla, byrjendur sem lengra komna. Fyrst og fremst er bridds hugaríþrótt fyrir fólk sem vill hafa gaman af því að hitta annað fólk og brjóta heilann í leiðinni svo um munar.

Skylt efni: bridds

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...