Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Glaðlega leikur skugginn í sólskininu
Líf og starf 29. nóvember 2022

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinn Kárason garðyrkju- og umhverfishagfræðingur hefur sent frá sér skáldsöguna Glaðlega leikur skugginn í sólskininu.

Sagan er örlaga­saga sem tekur mið af tíðarandanum á árunum 1962 til 1964.
Höfundur segir að sagan sé skrifuð fyrir fullorðna en geti hæglega höfðað til ungmenna og fjalli um dreng sem vex upp í sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar blómlegar sveitir. Nánd við sjó og sjómenn, bændur og búalið, mynda bakgrunn sögunnar.  Leiksviðið er þorpið, gömul hús, fjaran, bryggjurnar og sveitin.

„Strákar leika sér og rækja skyldur sínar í heimi fullorðinna. Drengurinn hænir að sér dúfur. Hann forðar kettlingi frá dauða og verða með þeim miklir kærleikar. Hann sér einnig eitt og annað sem aðrir skynja ekki og það reynist honum þungt í skauti. Ógeðfelldir atburðir gerast, viðkvæm atvik í lífi fólksins.“ 

Steinn segir að í bókinni birtist mannlegur breyskleiki í ýmsum myndum og jafnvel sannleikur sem þolir ekki dagsljósið. Sagan gerist í skugga kalda stríðsins. Rússagrýlan og Kúbudeilan eru í hámarki
og í fyrsta sinn í sögunni stendur mannkynið frammi fyrir tortímingu heimsins vegna kjarnorkusprengju.

Skylt efni: bókaútgáfa

Félagslíf og hagsmunir í forgrunni
Líf og starf 8. febrúar 2023

Félagslíf og hagsmunir í forgrunni

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) er opið öllum þeim sem náð haf...

Félagsstarf landshorna á milli
Líf og starf 6. febrúar 2023

Félagsstarf landshorna á milli

Þeir eru heldur betur hressir öðlingarnir hér á myndunum, en félagsstarf þeirra ...

Fagnar nýburum með veglegum gjöfum
Líf og starf 6. febrúar 2023

Fagnar nýburum með veglegum gjöfum

Það er gaman að segja frá því að Borgarbyggð fagnar öllum nýburum sveitarfélagsi...

Gráþröstur
Líf og starf 5. febrúar 2023

Gráþröstur

Gráþröstur eru algengir varpfuglar um Skandinavíu og austur um Evrópu og Asíu. H...

Við skurðgröft í  snarbrattri hlíð
Líf og starf 3. febrúar 2023

Við skurðgröft í snarbrattri hlíð

Hólmar Bragi Pálsson, áður búsettur á Minni-Borg í Grímsnesi en nú á Selfossi, v...

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi
Líf og starf 3. febrúar 2023

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi

Nýsköpunarfyrirtækið AMC hlaut nýverið Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís ...

Ræðismaður skipaður í Moldavíu
Líf og starf 2. febrúar 2023

Ræðismaður skipaður í Moldavíu

Moldavía er landlukt land í Suðaustur-Evrópu og liggur milli Úkraínu og Rúmeníu....

Gerir allt með sóma
Líf og starf 1. febrúar 2023

Gerir allt með sóma

Að þessu sinni tók Bændablaðið til prufu hinn nýja Kia Niro EV. Forveri þessa bí...