Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hönnunarteymi Til & frá tók vel á móti gestum
Hönnunarteymi Til & frá tók vel á móti gestum
Mynd / Stefanía Sigurdís
Líf og starf 29. apríl 2025

Gjörið svo vel að líta inn!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hönnunarmars, ein helsta hátíð og kynning íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, var haldinn nýverið og margt forvitnilegt bar fyrir augu.

Íslenskir listunnendur gátu meðal annars heimsótt KJÖRBÚÐINA í Rammagerðinni við Laugaveg þar sem hönnunarteymið Til & frá kynnti og seldi ýmiss konar spennandi afurðir íslenskra geita og sauðfjár. Verkefnið er tenging íslenskra hönnuða við íslenska bændur í bland við nýsköpun þar sem hönnuðirnir þróuðu bæði áhöld svo og nýjar matvörur.

Einstakar vörur úr hágæða hráefni

Hönnuðirnir, þau Anna Diljá Sigurðardóttir, Elín Arna Kristjánsdóttir, Elín Margot, Helgi Jóhanns son og Kjartan Óli Guðmundsson, voru í samstarfi við geitabýlið Hrísakot, sauðfjárbýlið Hofstaði og Svæðisgarðinn á Snæ- fellsnesi. Verkefnið sækir innblástur í staðbundna hefð en sýnir þó þá möguleika sem felast í sauðfjárog geitabúskap. Var markmiðið að skapa einstakar vörur sem gera þessu hágæða hráefni hátt undir höfði og er ekki annað hægt að segja en það hafi nú aldeilis tekist vel.

Alls voru það tíu hönnuðir/ hönnunarteymi sem tóku yfir verslun Rammagerðarinnar á hátíðinni og voru verkin afar fjölbreytt. Gestir gátu til viðbótar við kynningu teymisins Til & frá kynnt sér grafíska hönnun, prjónalist, keramik, handblásið gler og þar fram eftir götunum. Gaman er að bæta því við að titill sýningarinnar var sóttur í gamlar auglýsingar verslunarinnar sem hófust gjarnan með þessum orðum: „Gjörið svo vel að líta inn“.

Gestum var boðið að smakka nýjar matvörur og drykki sem runnu ljúflega niður.

Skylt efni: hönnunarmars

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...