Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kolbrún Kara Róbertsdóttir, tíu ára, heldur hér á einum kiðlingnum í Hlíð en Kolbrún býr á höfuðborgarsvæðinu en kom í sveitina til afa síns og ömmu til að fylgjast með geitakembingarnámskeiðinu.
Kolbrún Kara Róbertsdóttir, tíu ára, heldur hér á einum kiðlingnum í Hlíð en Kolbrún býr á höfuðborgarsvæðinu en kom í sveitina til afa síns og ömmu til að fylgjast með geitakembingarnámskeiðinu.
Mynd / MHH
Líf og starf 1. júní 2016

Geitabændum kennt að kemba geitur og hirða hráefnið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fyrsta geitakembingarnámskeið landsins var haldið laugardaginn 14. maí á bænum Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 
 
Kennari var Anna María Lind Geirsdóttir en Anna María Flygening, geitabóndi í Hlíð, lagði til aðstöðuna og geiturnar. 
 
„Tilgangur námskeiðsins var fyrst og fremst  að kenna geitabændum að kemba geitur og hvernig á að hirða hráefnið. Markmiðið er að tryggja afkomu geitastofnsins á Íslandi með því að hvetja geitabændur að hirða fiðuna og láta vinna hana í söluvæna vöru og þar með auka úrval  landbúnaðarvara í sérflokki á Íslandi,“ segir Anna María. 
 
Um var að ræða sýnikennslu og verklega kennslu þar sem þátttakendur námskeiðsins kembdu geitur. Sex þátttakendur sóttu námskeiðið sem tókst mjög vel og fóru allir heim reynslunni ríkari að kemba geiturnar sínar. 

3 myndir:

Skylt efni: geitur | geitakembing

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...