Gamlar og nýjar ljósmyndir ásamt þjóðlegum fróðleik
Líf og starf 24. nóvember 2022

Gamlar og nýjar ljósmyndir ásamt þjóðlegum fróðleik

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, hefur gefið út sitt fimmta Hvammshlíðardagatal. Sem fyrr inniheldur dagatalið fróðleik sem snýst í kringum búskapinn í Hvammshlíð og sveitalífið fyrr og nú.

Karólína er sjálf höfundur og útgefandi dagatalsins, en það var upphaflega gefið út árið 2018 til fjáröflunar vegna dráttarvélarkaupa. „Þetta gekk upp og Zetorinn 7245, árgerð 1990, hefur verið ómissandi á heiðarbýlinu síðan – búinn snjókeðjum á öllum hjólum,“ segir Karólína.

Almanakið hentar, að hennar sögn, bæði börnum og fullorðnum – bæði í sveit og í þéttbýli. Fræðsluefnið í nýjustu útgáfunni tengist meðal annars riðurannsókninni miklu, en hún hefur verið í fararbroddi ásamt fræðimönnum í leit að lausnum við að rækta upp riðuþolinn sauðfjárstofn á Íslandi.

Smalahundar og litaheiti

Í dagatalinu er einnig að finna gamlar myndir af hundum og sérstaklega smalahundum, einnig eru þar litaheiti á hrossum, kúm og kindum, skýrslur um mjólkurær og -kýr frá 19. öld; gömul fjárhús og gamlar kindamyndir frá Laugabóli við Ísafjarðardjúp.

Eins og í fyrri útgáfum eru myndir í dagatalinu af kindunum, hrossunum og hundunum í Hvammshlíð – og stórbrotinni náttúru þar í kring – í aðalhlutverki. Gömlu mánuðirnir, merkisdagar, vetrar- og sumarvikur koma fram á mánaðarsíðunum sjálfum, ásamt upplýsingum um tunglið. „Viðaukinn“, sem er í svart- hvítu, hefur verið uppfærður og inniheldur enn fleiri upplýsingar um gamla norræna tímatalið, íslenska merkisdaga og gamlar íslenskar mælieiningar.

Dagatalið er í stóru broti á 28 blaðsíðum. Það er til sölu á ýmsum stöðum á Norðurlandi vestra, í Borgarnesi og á Selfossi, en einnig er hægt að panta beint hjá Karólínu.

Sveitasælan sem hristi markaðinn
Líf og starf 2. desember 2022

Sveitasælan sem hristi markaðinn

Svíaríki er talið með stöðugri löndum í heiminum í dag. Ekki bara í efnahagslegu...

Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir
Líf og starf 2. desember 2022

Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir

Hvað er betra eða notalegra en að byrja jólaundirbúninginn á því að heimsækja jó...

Vinna með bilið milli manns og lands
Líf og starf 30. nóvember 2022

Vinna með bilið milli manns og lands

Ný námsbraut sem ber yfir­skriftina Land verður í boði í LungA skólanum á Seyðis...

Rafbók um landbúnað
Líf og starf 30. nóvember 2022

Rafbók um landbúnað

Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þing...

Lengi býr að fyrstu gerð
Líf og starf 29. nóvember 2022

Lengi býr að fyrstu gerð

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins hefur saga handverksbrugghúsa á Íslandi verið...

Heiðraðar á haustfundi
Líf og starf 29. nóvember 2022

Heiðraðar á haustfundi

Fjórar félagskonur í Kvenfélagi Þistilfjarðar voru á haustfundi félagsins gerðar...

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu
Líf og starf 29. nóvember 2022

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu

Steinn Kárason garðyrkju- og umhverfishagfræðingur hefur sent frá sér skáldsögun...

Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið
Líf og starf 28. nóvember 2022

Matreiðslunemar fylgdu nauti alla leið

Íslenskt gæðanaut, verkefni á vegum Bændasamtaka Íslands, bauð nýverið tilvonand...