Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir hesta, hóf nýverið doktorsnám í hestavísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir hesta, hóf nýverið doktorsnám í hestavísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Líf og starf 22. mars 2021

Fyrsti doktorsneminn í hestavísindum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Helga hefur alls um 20 ára starfsreynslu við hestalækningar, bæði hér heima og erlendis. Verkefni hennar heitir Hlutlæg greining á helti í íslenska hestinum (Objective lameness detection in Icelandic horses) og er hluti af stóru, fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni á sviði hreyfigreiningar hrossa.

Markmið verkefnisins er að meta ávinning hlutlægra mælinga á helti samanborið við hefðbundna, sjónræna heltigreiningu í þeim tilgangi að auka heilbrigði, endingu og velferð íslenska hestsins. Enn fremur að bæta þekkingu á áhrifum helti á hreyfimynstur og ganglag íslenska hestsins og bæta þannig aðferðir við sjónrænt mat á helti.

Aðalleiðbeinandi Helgu er dr. Sigríður Björnsdóttir, gestaprófessor við skólann, en aukaleiðbenendur dr. Marie Rhodin og dr. Elin Hernlund frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar.

Skylt efni: Hestar. Mast

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...