Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi RAG import – export og umboðsmaður Fliegl á Íslandi við grind af Flatvagni sem er svipaður  þeim sem komu til Íslands í sumar.
Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi RAG import – export og umboðsmaður Fliegl á Íslandi við grind af Flatvagni sem er svipaður þeim sem komu til Íslands í sumar.
Mynd / VH
Líf og starf 6. desember 2021

Framleiðir fimm þúsund vagna á ári

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fliegl í Þýskalandi fagnaði 30 ára afmæli á árinu sem er að líða. Í tilefni þess heimsótti Bændablaðið verksmiðju fyrirtækisins sem er staðsett rétt við Triptis í suðausturhluta Þýskalands, skammt frá landamærum Tékklands.

Framleiðslusalurinn.

Upphaf fyrirtækisins má rekja til þess að árið 1970 keypti Josef Fliegl eldri land í Kastl í Bæjaralandi í Suður-Þýskalandi. Draumur hans var að vinna að hönnun og smíði landbúnaðartækja. Í dag er Fliegl samsteypan með starfsemi í mörgum löndum og selur framleiðslu sína víða um heim og þar á meðal á Íslandi. Þekktasta framleiðsla Fliegl hér á landi eru vélavagnar, flatvagnar og beislisvagnar svo eitthvað sé nefnt, einnig hefur fyrirtækið sérsmíðað vagna fyrir íslenskan markað.

Á næsta ári stendur til að setja upp alsjálfvirkan sprautuklefa í verksmiðjunni í Triptis þannig að róbótar munu sjá um verkið í stað manna.

Landbúnaðartæki

Miðstöð landbúnaðartækjahluta Fliegl, Fliegl Agro-Center, er í Kastl í Bæjaralandi en auk þess er fyrirtækið með framleiðslu í Ungverjalandi og á Spáni. Í dag starfa hátt í þúsund manns hjá hinum ólíku deildum samsteypunnar.

Meðal landbúnaðartækja sem fyrirtækið framleiðir eru Push-Off vagnar sem njóta mikilla vinsælda í Evrópu og hafa selst vel til Bandaríkja Norður-Ameríku, Kína og fleiri landa.

Vinsælustu Push-Off vagnarnir á Íslandi eru Gigat heyvagnar auk þess sem AS100 skítadreifarar, mykjudreifarar og annar búnaður fyrir landbúnað og skógrækt selst einnig vel. Auk þess framleiðir Fliegl götusópa fyrir bæjarfélög, búnað tengdum timburframleiðslu og flutningsvagna fyrir þýska herinn.

Fliegl samsteypan hefur frá upphafi stefnt að því að hafa framleiðslu sína eins umhverfisvæna og kostur er. Viðleitni í þá átt er meðal annars á þökum verksmiðju- og skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins í Triptis, sólarsellur sem framleiða nægt rafmagn til allrar starfseminnar, auk þess sem umfram rafmagn er selt inn á veitukerfi sveitarfélagsins.

Fullsmíðaðar gámagrindur tilbúnir til flutnings til nýrra eigenda.

RAG import - export

Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi RAG import – export og umboðsmaður Fliegl á Íslandi, segist hafa átt í viðskiptum við Fliegl í um 20 ár og flutt inn yfir 100 vagna frá þeim.

„Viðskiptin hófust eftir að ég sendi um tíu erlendum fyrirtækjum sem ég fann í trukkatímariti fyrirspurn um hvort þau gætu framleitt gámagrind, þriggja öxla fyrir tvöföld dekk fyrir íslenskar aðstæður og Fliegl var eina fyrirtækið sem svaraði mér. Ég man vel þegar ég kom fyrst til Triptis þar sem grindurnar voru framleiddar. Eiginlega var ekki neitt þar nema nokkur hús og það sem í dag er kölluð gamla smiðjan. Okkur tókst að ná samningi og höfum átt í farsælum viðskiptum síðan þá.“

Nánast allar gámagrindur sem fluttar eru til Íslands eru sérsmíðaðar eftir íslenskum teikningum.

Hröð uppbygging

Eftir fall Berlínarmúrsins og sameiningu Þýskalands leitaði fyrirtækið nýrra markaða og keypti gamla járnsmiðju í Triptis og hóf framleiðslu á vélavögnum, gámagrindum og flatvögnum. Í dag eru aðallega smíðaðir minni vagnar og vagnar með sérútbúnaði í gömlu smiðjunni auk þess sem þar er að finna skrifstofur.

Ekki leið á löngu áður en starfsemin spengdi húsnæðið utan af sér og byggt var nýtt 120.000 fermetra framleiðslu- og geymsluhúsnæði og á sama tíma tók Helmut Fliegl, sonur Josef, við sem framkvæmdastjóri og starfar hann enn sem slíkur í dag.

Með tilkomu nýju smiðjunnar fylgdi tug milljóna evra fjárfesting í nýjum tækjum, störfum og rannsóknastarfi. Fyrirtækið leggur einnig áherslu á tækninýjungar eins og leysiskurðarvél til að skera út málmhluti af mikilli nákvæmni
og í dag eru róbótar smám saman að taka við logsuðu við samsetningu vagnanna.

Rafn segir að fyrirtækið hafi frá upphafi lagt áherslu á að vinna með viðskiptavinum sínum og hlustað á hugmyndir þeirra og nýtt þær til að bæta framleiðslu sína.

Vagnarnir eru álags- og hallaprófaðir.

5000 vagnar á ári

Árleg framleiðsla á festi- og tengivögnum í Triptis er um 5000 á ári og er hver vagn smíðaður eftir þörfum hvers kaupanda fyrir sig þótt grunnhönnunin sé sú sama.

Sem dæmi um framleiðsluna eru festivagnar með Push-off tækni sem felur í sér að hlassinu er ýtt af vagninum en ekki sturtað, beislisvagnar til vélaflutninga, festivagnar til gámaflutninga og vagnar til malarflutninga. Burðargeta vagnanna er mismunandi og í samræmi við reglur í löndunum sem vagninn er ætlaður fyrir og geta þeir verið á einum til þremur öxlum eftir ætlaðri burðargetu.

Rafn segir að nánast allir vagnar sem fluttir eru til Íslands séu sérsmíðaðir eftir íslenskum teikningum og galvaniseraðar til að auka gæði þeirra.

Nokkrir vagnar í farvatninu

„Vegna mikillar eftirspurnar er allt að átta mánaða biðtími eftir Fliegl vélavögnum. Í dag er búið að ganga frá sölu á tveimur vélavögnum sem væntanlegir eru til landsins í vor og fleiri pantanir í farvatninu,“ segir Rafn Arnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi RAG import – export og umboðsmaður Fliegl á Íslandi.

Þriggja öxla StoneMaster malarflutningavagn.

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi
Líf og starf 21. janúar 2022

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi

Áhugasamir einstaklingar og fræðimenn á sviði grasafræðinnar hafa verið drjúgir ...

Lesið fyrir hunda á sex bókasöfnum
Líf og starf 21. janúar 2022

Lesið fyrir hunda á sex bókasöfnum

Hverjum hefði dottið það í hug fyrir einhverjum árum að það væri hægt að fara me...

Íslendingur í Belgíu framleiðir osta úr sauðfjármjólk
Líf og starf 17. janúar 2022

Íslendingur í Belgíu framleiðir osta úr sauðfjármjólk

Kokkurinn Jón Aðalsteinsson flutti til Belgíu korteri fyrir hrun. Í dag framleið...

Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði
Líf og starf 7. janúar 2022

Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði

Baugs-Bjólfur er heiti á vinnings­tillögu í samkeppni um útsýnisstað við snjófló...

„Mér hefur oft blöskrað ástandið á landinu í nágrenni höfuðborgarinnar“
Líf og starf 6. janúar 2022

„Mér hefur oft blöskrað ástandið á landinu í nágrenni höfuðborgarinnar“

„Ég starfa nú sem líffræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð en hef lengst ...

Dýrmætt að hafa traustan heimamarkað
Líf og starf 6. janúar 2022

Dýrmætt að hafa traustan heimamarkað

„Það er hefð hjá mörgum hér í kringum okkur að koma í heimsókn á aðventu og fólk...

Veðja á Nígeríu
Líf og starf 5. janúar 2022

Veðja á Nígeríu

Snorri Sigurðsson er lesendum Bændablaðsins líklega vel kunnur enda skrifar hann...

Guðni Ágústsson kom skagfirskum sveiflukóngi rækilega á óvart
Líf og starf 4. janúar 2022

Guðni Ágústsson kom skagfirskum sveiflukóngi rækilega á óvart

Geirmundur Valtýsson hefur sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit...