Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Mynd / dengarden.com
Líf og starf 21. febrúar 2023

Flöskuliljan sérkennilega

Höfundur: Vilmundur Hansen

Harðgerð og allsérstæð pottaplanta sem ekki þarf mikla umhirðu og sómir sér vel í austur- eða suðurglugga standi hún í eilitlum skugga frá beinni sól af öðrum pottaplöntum.

Plantan kallast á latínu Beaucarnea recurvata og hefur gengið undur nokkrum heitum á íslensku, fílafótur, taglhnúður, skúfhnúður, taglskúfur og flöskulilja, sem líklegast er besta heitið.

Útlit flöskulilju er skemmtileg. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum. Langlíf planta sem vex hægt en með tímanum og góðri umhirðu getur hún orðið fjögurra metra há. Gamlar plöntur líkjast kúlulaga flösku með einum eða fleiri löngum hálsum. Bolurinn brúnleitur og sléttur viðkomu. Efst á hálsinum sitja hvirfingar með leðurkenndum og sígrænum löngum og dökkgrænum blöðum sem svigna niður á við. Blómstrar sjaldan og yfirleitt ekki fyrr en hún hefur náð að minnsta kosti tíu ára aldri og því ræktuð sem falleg blaðplanta.

Upprunnin við jaðra eyðimarka og upp til fjalla í austanverðri Mexíkó og Mið-Ameríku og nýtur í dag mikilla vinsælda sem pottaplanta víða um heim. Bolurinn geymir vatn og plantan því þurrkþolin og varast ber að ofvökva hana og nóg er að gefa henni væga áburðarlausn nokkrum sinum, eða eftir minni, yfir sumartímann. Vökva skal með volgu vatni. Kjörhiti flöskulilju er 18 til 25° á Celsíus.

Tegundir innan ættkvíslarinnar Beaucarnea eru 13 til 15 og sumar þeirra eru í útrýmingarhættu, þar á meðal B. recurvata vegna ágangs í þær í náttúrulegum heimkynnum sínum.

Skylt efni: pottaplöntur

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f