Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Mynd / dengarden.com
Líf og starf 21. febrúar 2023

Flöskuliljan sérkennilega

Höfundur: Vilmundur Hansen

Harðgerð og allsérstæð pottaplanta sem ekki þarf mikla umhirðu og sómir sér vel í austur- eða suðurglugga standi hún í eilitlum skugga frá beinni sól af öðrum pottaplöntum.

Plantan kallast á latínu Beaucarnea recurvata og hefur gengið undur nokkrum heitum á íslensku, fílafótur, taglhnúður, skúfhnúður, taglskúfur og flöskulilja, sem líklegast er besta heitið.

Útlit flöskulilju er skemmtileg. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum. Langlíf planta sem vex hægt en með tímanum og góðri umhirðu getur hún orðið fjögurra metra há. Gamlar plöntur líkjast kúlulaga flösku með einum eða fleiri löngum hálsum. Bolurinn brúnleitur og sléttur viðkomu. Efst á hálsinum sitja hvirfingar með leðurkenndum og sígrænum löngum og dökkgrænum blöðum sem svigna niður á við. Blómstrar sjaldan og yfirleitt ekki fyrr en hún hefur náð að minnsta kosti tíu ára aldri og því ræktuð sem falleg blaðplanta.

Upprunnin við jaðra eyðimarka og upp til fjalla í austanverðri Mexíkó og Mið-Ameríku og nýtur í dag mikilla vinsælda sem pottaplanta víða um heim. Bolurinn geymir vatn og plantan því þurrkþolin og varast ber að ofvökva hana og nóg er að gefa henni væga áburðarlausn nokkrum sinum, eða eftir minni, yfir sumartímann. Vökva skal með volgu vatni. Kjörhiti flöskulilju er 18 til 25° á Celsíus.

Tegundir innan ættkvíslarinnar Beaucarnea eru 13 til 15 og sumar þeirra eru í útrýmingarhættu, þar á meðal B. recurvata vegna ágangs í þær í náttúrulegum heimkynnum sínum.

Skylt efni: pottaplöntur

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...