Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Mynd / dengarden.com
Líf og starf 21. febrúar 2023

Flöskuliljan sérkennilega

Höfundur: Vilmundur Hansen

Harðgerð og allsérstæð pottaplanta sem ekki þarf mikla umhirðu og sómir sér vel í austur- eða suðurglugga standi hún í eilitlum skugga frá beinni sól af öðrum pottaplöntum.

Plantan kallast á latínu Beaucarnea recurvata og hefur gengið undur nokkrum heitum á íslensku, fílafótur, taglhnúður, skúfhnúður, taglskúfur og flöskulilja, sem líklegast er besta heitið.

Útlit flöskulilju er skemmtileg. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum. Langlíf planta sem vex hægt en með tímanum og góðri umhirðu getur hún orðið fjögurra metra há. Gamlar plöntur líkjast kúlulaga flösku með einum eða fleiri löngum hálsum. Bolurinn brúnleitur og sléttur viðkomu. Efst á hálsinum sitja hvirfingar með leðurkenndum og sígrænum löngum og dökkgrænum blöðum sem svigna niður á við. Blómstrar sjaldan og yfirleitt ekki fyrr en hún hefur náð að minnsta kosti tíu ára aldri og því ræktuð sem falleg blaðplanta.

Upprunnin við jaðra eyðimarka og upp til fjalla í austanverðri Mexíkó og Mið-Ameríku og nýtur í dag mikilla vinsælda sem pottaplanta víða um heim. Bolurinn geymir vatn og plantan því þurrkþolin og varast ber að ofvökva hana og nóg er að gefa henni væga áburðarlausn nokkrum sinum, eða eftir minni, yfir sumartímann. Vökva skal með volgu vatni. Kjörhiti flöskulilju er 18 til 25° á Celsíus.

Tegundir innan ættkvíslarinnar Beaucarnea eru 13 til 15 og sumar þeirra eru í útrýmingarhættu, þar á meðal B. recurvata vegna ágangs í þær í náttúrulegum heimkynnum sínum.

Skylt efni: pottaplöntur

Hagsýnni kaup vandfundin
Líf og starf 31. mars 2023

Hagsýnni kaup vandfundin

Tekinn var til kostanna nýr bíll frá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia, sem er ...

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum
Líf og starf 30. mars 2023

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum

Í gömlu fjósi í Mosfellsbæ hafa nokkrir menn aðstöðu til að sinna uppgerð á göml...

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...