Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ein af fimm grenndarstöðvum í Grímsnes- og Grafningshreppi, en þessi er staðsett á Borg. Terra  sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá árinu 2009.
Ein af fimm grenndarstöðvum í Grímsnes- og Grafningshreppi, en þessi er staðsett á Borg. Terra sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá árinu 2009.
Mynd / MHH
Líf og starf 31. ágúst 2020

Flokkun sorps til fyrirmyndar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þeir sem eiga leið um eða hafa átt leið um Grímsnes- og Grafningshrepp hafa eflaust orðið varir við grenndarstöðvar á fimm stöðum í sveitarfélaginu. Þar er hægt að losa sig við heimilisúrgang í sjö flokka; plast, pappa, málm, gler, lífrænt, blandað og skilaskyldar umbúðir,  allt dýrmæt efni sem Terra kemur síðan í endurvinnslu. 
 
Við flokkun sorps í sveitar­félaginu er notast við fjögurra tunnu kerfi. Á hverju heimili er ein tunna fyrir almennt sorp, ein tunna fyrir lífrænan úrgang, ein fyrir pappa og pappír og ein tunna fyrir plast. Í Grímsnes- og Grafningshreppi búa um 500 íbúar sem allir flokka í lágmark fjóra flokka á heimilum sínum, lífrænan úrgang í brúntunnu, plast í græntunnu, pappa í blátunnu og annan úrgang í grátunnu. Á sama tíma hafa íbúar verið hvattir til að safna málmum og gleri á heimilum sínum og fara með í þar til gerð ílát á Gámastöðina Seyðishólum. Í sveitarfélaginu eru einnig tæplega 3.000 frístundahús. 
 
Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...