Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ein af fimm grenndarstöðvum í Grímsnes- og Grafningshreppi, en þessi er staðsett á Borg. Terra  sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá árinu 2009.
Ein af fimm grenndarstöðvum í Grímsnes- og Grafningshreppi, en þessi er staðsett á Borg. Terra sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá árinu 2009.
Mynd / MHH
Líf og starf 31. ágúst 2020

Flokkun sorps til fyrirmyndar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þeir sem eiga leið um eða hafa átt leið um Grímsnes- og Grafningshrepp hafa eflaust orðið varir við grenndarstöðvar á fimm stöðum í sveitarfélaginu. Þar er hægt að losa sig við heimilisúrgang í sjö flokka; plast, pappa, málm, gler, lífrænt, blandað og skilaskyldar umbúðir,  allt dýrmæt efni sem Terra kemur síðan í endurvinnslu. 
 
Við flokkun sorps í sveitar­félaginu er notast við fjögurra tunnu kerfi. Á hverju heimili er ein tunna fyrir almennt sorp, ein tunna fyrir lífrænan úrgang, ein fyrir pappa og pappír og ein tunna fyrir plast. Í Grímsnes- og Grafningshreppi búa um 500 íbúar sem allir flokka í lágmark fjóra flokka á heimilum sínum, lífrænan úrgang í brúntunnu, plast í græntunnu, pappa í blátunnu og annan úrgang í grátunnu. Á sama tíma hafa íbúar verið hvattir til að safna málmum og gleri á heimilum sínum og fara með í þar til gerð ílát á Gámastöðina Seyðishólum. Í sveitarfélaginu eru einnig tæplega 3.000 frístundahús. 
 
Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...