Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, grilluðu af lífi og sál ofan í gesti hátíðarinnar Fjörs í Flóa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, grilluðu af lífi og sál ofan í gesti hátíðarinnar Fjörs í Flóa. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða.
Mynd / HKr.
Líf og starf 12. júní 2017

Fjör í Flóa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa markar eins konar upphaf fjölskylduhátíða sveitarfélaga landsins þetta sumarið. Hátíðin var haldin dagana 26. til 28. maí í og við félagsheimilið Þingborg í Flóahreppi. 
 
Fjöldi fólks mætti á svæðið til að upplifa það sem í boði var. Þar stóð sveitarstjórinn, Eydís Þ. Indriðadóttir, m.a. vaktina og grillaði uxakjöt frá Litla-Ármóti af miklum móð fyrir gestina. Við hlið hennar stóð og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, og grillaði gómsætt lambakjöt. 
 
Gamlar dráttarvélar vekja alltaf jafn mikla forvitni hjá forföllnum dráttarvélaáhugamönnum.
 
Á útisvæði var búið að koma fyrir uppblásnum kastala fyrir börnin og á túninu var dráttarvélasýning. Þar gat að líta bæði gamlar og virðulegar vélar sem og glæný tæki frá fjölmörgum dráttarvélainnflytjendum. Eins mátti sjá þarna nokkra virðulega gamla bíla, eins og rússneskar Moskovich-bifreiðar og háfætt torfærutröll sem búið var að smíða upp úr gamalli Lödu-fólksbifreið. 
 
Brunavarnir Árnessýlu mættu einnig á svæðið með þrjá bíla. Þar gat að líta hefðbundinn slökkvibíl, körfubíl og sjúkrabifreið. Fengu gestir að skoða gripina og börnin fengu líka að sprauta vatni, máta á sig hjálma og jafnvel að kveikja á sírenum. Þeir allra huguðustu fengu svo far upp í háloftin í körfu á körfubíl slökkviliðsmanna. 
 
Karen Eva Harðardóttir fékk að prófa græjurnar hjá Brunavörnum Árnessýslu.. 

 

Skylt efni: Fjör í Flóa

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...