Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Stór hluti íslenska hópsins á EM taflfélaga 2025.
Stór hluti íslenska hópsins á EM taflfélaga 2025.
Líf og starf 19. nóvember 2025

Fjöldi Íslendinga á Evrópumóti taflfélaga

Höfundur: Gauti Páll Jónsson, gauti.pj@hotmail.com

Evrópumóti taflfélaga lauk á dögunum á grísku eyjunni Ródos. Þangað mætti metfjöldi íslenskra skáksveita, eða fimm talsins í opnum flokki og ein kvennasveit. Hvorki fleiri né færri en 38 Íslendingar tefldu fyrir íslenskar skáksveitir auk Óskars Bjarnasonar sem tefldi fyrir félag frá Lúxemborg. Íslensku liðin voru Taflfélag Reykjavíkur, Skákfélag Akureyrar, Skákdeild Fjölnis, Skákdeild Breiðabliks og Dímon, ásamt kvennasveitinni sem keppti undir merkjum Íslands.

Bestum árangri íslenskra sveita náði Taflfélag Reykjavíkur: 35. sæti eftir að hafa verið skráð nr. 38 í styrkleikaröð af liðunum 102 í opnum flokki. Bestum einstaklingsárangri náði hins vegar enginn annar en stórmeistarinn og goðsögnin Jóhann Hjartarson! Jóhann mætti í hálftímalangt viðtal til mótshaldara meðan á móti stóð og fjallaði um ýmsa gamla meistara og kynni sín af þeim, t.d. þeim Viktori Kortsnoj og Bobby Fischer.

Nokkuð var um titilskákir í mótinu. Á nokkrum stórmótum er hægt að næla sér í Fide-titla, með ákveðnum árangri. Evrópumót taflfélaga er eitt af þeim mótum. Bogi Pálsson hjá Skákfélagi Akureyar hafði ekki teflt kappskák í 15 ár, en náði samt vinningunum þremur og hálfum sem þurfti til, til að verða útnefndur kandídatameistari í skák (CM). Jón Trausti Harðarson hjá Skákdeild Fjölnis náði líka sama árangri. Jón hafði tekið sér talsvert hlé frá skákinni (þó ekki jafnlangt og Bogi) og kom nú merkilega ferskur til baka. Það var þó Ólafur Örn Ólafsson sem vakti mesta athygli, en hann fékk fjóra og hálfan vinning af sjö hjá Dímon. Ólafur er með rúm 1.700 stig og þarf að komast upp í 2.000 stig, til að geta krafist þess að fá CM titilinn. Alla jafna þarf 2.200 stig. Undirritaður tefldi titilskák í lokaumferðinni með svörtu, þar sem sigur hefði tryggt sama titil. Tilraunir hvíts til að þvinga fram jafntefli báru árangur að lokum þótt greinarhöfundur hafi staðið til sigurs um tíma. En það koma önnur tækifæri síðar!

Þess má geta að tveir keppendur á Evrópumóti taflfélaga komu sér frá Ródos og til Budva í Svartfjallalandi strax að loknu móti. Það eru þeir Ingvar Þór Jóhannesson, 4. borðs maður TR og formaður félagsins, og Adam Omarsson, fimmta borðs maður sama félags. Ingvar mætti þangað sem þjálfari á Evrópumóti ungmenna (ásamt Birni Ívari Karlssyni) en Adam sem keppandi í elsta flokki, undir 18 ára. Evrópumóti ungmenna verður gert betri skil í næsta skákþætti Bændablaðsins!

Skylt efni: Skák

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...