Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Mynd / Matís
Líf og starf 15. október 2020

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum

Höfundur: smh

Nýsköpunarkeppninni MAKE-athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að bæta nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi, lauk formlega 18. september með lokaathöfn og verðlaunaafhendingu. Tíu teymi kepptu með alls 50 þátttakendum og varð niðurstaðan að tvö lið voru útnefnd sigurvegarar; SOS-hópurinn sem framleiddi eins konar „pepperóní“ eða nasl úr fiskafgöngum og Otoseed-hópurinn sem framleiddi pappír úr fiskbeinum sem hefur þann eiginleika að upp úr honum spretta blóm, sé hann vökvaður.

MAKEathon á Íslandi var í umsjón Matís og stóð yfir í eina viku á fjórum stöðum á Íslandi; Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og Bolungarvík/Ísafirði, þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn spreyttu sig á verkefninu „Hvernig getum við aukið verðmæti hliðarafurða í sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?“

MAKEathon á Íslandi er hluti sambærilegra evrópskra viðburða sem eru rekin undir verkefninu MAKE-it, sem stofnað var af EIT FOOD – sem er hluti af undirstofnun Evrópusambandsins. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á sjálfbærni og nýsköpun meðal annars í matvælaframleiðslu í Evrópu.

Viðburðurinn fór að mestu fram með fjarfundarbúnaði og í gegnum samfélagsmiðla – og sömuleiðis lokaathöfnin. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við FabLab á Íslandi og gefur þátttakendum frábært tækifæri til að kynnast nýsköpunarumhverfinu betur og jafnframt tækifæri til að þróa eigin vöru í kjölfar MAKEathon. 

Báru sig vel þrátt fyrir hvassviðri í maílok
Líf og starf 12. júní 2021

Báru sig vel þrátt fyrir hvassviðri í maílok

Víða má nú sjá merar með nýköstuð folöld sín sem eru að feta sín fyrstu spor í þ...

Aðgangur seldur að hvítlauksakrinum í ágúst
Líf og starf 10. júní 2021

Aðgangur seldur að hvítlauksakrinum í ágúst

Það eru til um 600 yrki af hvítlauk í heiminum. Á síðustu átta mánuðum hafa sex ...

Samtök smáframleiðenda matvæla gera tímamótasamning við Eimskip
Líf og starf 9. júní 2021

Samtök smáframleiðenda matvæla gera tímamótasamning við Eimskip

Í maí tók gildi nýr viðskipta­samningur milli Samtaka smáfram­leiðenda matvæla (...

Um 19 milljónir í rekstur hjúkrunarheimilis vegna vanfjármögnunar ríkisins
Líf og starf 7. júní 2021

Um 19 milljónir í rekstur hjúkrunarheimilis vegna vanfjármögnunar ríkisins

Grýtubakkahreppur lagði tæplega 19 milljónir króna á árinu 2020 með rekstri hjúk...

Smekkir á ketti til að þeir veiði ekki fugla
Líf og starf 4. júní 2021

Smekkir á ketti til að þeir veiði ekki fugla

Guðrún Gauksdóttir, sem býr í Kaldaðarnesi í Árborg, á þrjá ketti, sem heita Kúr...

Saumuðu tuskur úr ónýtum handklæðum fyrir þvottahús
Líf og starf 4. júní 2021

Saumuðu tuskur úr ónýtum handklæðum fyrir þvottahús

„Þetta var mjög skemmtilegt og gefandi. Það er alltaf gaman þegar hægt er að fin...

„Eigum í dag miklu meiri samleið með Samtökum ferðaþjónustunnar“
Líf og starf 3. júní 2021

„Eigum í dag miklu meiri samleið með Samtökum ferðaþjónustunnar“

Félag ferðaþjónustubænda (FFB) stefnir á að hætta að skilgreina sig sem búgreina...

Fjölbreytt sumarstörf garðyrkjunema
Líf og starf 1. júní 2021

Fjölbreytt sumarstörf garðyrkjunema

Lokapróf nemenda á Garð­yrkju­skólanum eru að baki þetta vorið og sumarið bíður ...