Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Mynd / Matís
Líf og starf 15. október

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum

Höfundur: smh

Nýsköpunarkeppninni MAKE-athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að bæta nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi, lauk formlega 18. september með lokaathöfn og verðlaunaafhendingu. Tíu teymi kepptu með alls 50 þátttakendum og varð niðurstaðan að tvö lið voru útnefnd sigurvegarar; SOS-hópurinn sem framleiddi eins konar „pepperóní“ eða nasl úr fiskafgöngum og Otoseed-hópurinn sem framleiddi pappír úr fiskbeinum sem hefur þann eiginleika að upp úr honum spretta blóm, sé hann vökvaður.

MAKEathon á Íslandi var í umsjón Matís og stóð yfir í eina viku á fjórum stöðum á Íslandi; Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og Bolungarvík/Ísafirði, þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn spreyttu sig á verkefninu „Hvernig getum við aukið verðmæti hliðarafurða í sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?“

MAKEathon á Íslandi er hluti sambærilegra evrópskra viðburða sem eru rekin undir verkefninu MAKE-it, sem stofnað var af EIT FOOD – sem er hluti af undirstofnun Evrópusambandsins. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á sjálfbærni og nýsköpun meðal annars í matvælaframleiðslu í Evrópu.

Viðburðurinn fór að mestu fram með fjarfundarbúnaði og í gegnum samfélagsmiðla – og sömuleiðis lokaathöfnin. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við FabLab á Íslandi og gefur þátttakendum frábært tækifæri til að kynnast nýsköpunarumhverfinu betur og jafnframt tækifæri til að þróa eigin vöru í kjölfar MAKEathon. 

Leggur til að byggingarreglugerð verði breytt til að draga úr skriffinnsku og kostnaði
Líf og starf 15. október

Leggur til að byggingarreglugerð verði breytt til að draga úr skriffinnsku og kostnaði

Tryggvi Gunnarsson skipstjóri, sem gjarnan er kenndur við Flatey á Breiðafirði, ...

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum
Líf og starf 15. október

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum

Nýsköpunarkeppninni MAKE-athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að ...

Góður árangur af notkun þorskroðs við  meðhöndlun þrálátra sára og brunasára
Líf og starf 15. október

Góður árangur af notkun þorskroðs við meðhöndlun þrálátra sára og brunasára

Sundkýrin Sæunn
Líf og starf 14. október

Sundkýrin Sæunn

Sundkýrin Sæunn fjallar um kú í Breiðadal í Önundarfirði sem flúði slátrarann á ...

Landgræðsluverðlaunin komin í hús og hugað að frekari stækkun búsins
Líf og starf 14. október

Landgræðsluverðlaunin komin í hús og hugað að frekari stækkun búsins

Það er einstaklega gaman að heimsækja ábúendur á bænum Lambhaga á Rangárvöllum í...

Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Líf og starf 8. október

Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb

Ný stjórn hefur verið kjör­in á aðal­fundi Icelandic Lamb. Gísli S. Brynjólfsson...

Gulrótabændurnir í Auðsholti reikna með 200 tonna uppskeru
Líf og starf 5. október

Gulrótabændurnir í Auðsholti reikna með 200 tonna uppskeru

Frá 1997 hafa hjónin Vignir Jónsson og Ásdís Bjarnadóttir í Auðsholti ræktað gul...

Líf og fjör í Tungnaréttum
Líf og starf 29. september

Líf og fjör í Tungnaréttum

Tungnaréttir í Biskupstungum í Bláskógabyggð fóru fram laugardaginn 12. sept­emb...