Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sýnishorn tekið úr Feyki 24+ í keppninni.
Sýnishorn tekið úr Feyki 24+ í keppninni.
Mynd / Facebook-síða keppninnar
Líf og starf 22. apríl 2022

Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimsmeistarakeppni osta fór nýlega fram í Wisconsin í Bandaríkjunum en íslenskur ostur var í fyrsta sinn á meðal keppenda um heimsmeistaratitilinn. Það var osturinn Feykir 24+ frá Kaup­félagi Skagfirðinga.

Mikil natni er lögð í framleiðslu á Feyki 24+ og tekur allt ferlið meira en 24 mánuði en það er tíminn sem hann þarf til að ná sínum einstöku eiginleikum í áferð og bragði. „Það telst stórsigur í þessari keppni að lenda í 8. sæti á fyrsta þátttökuári og er því um að ræða stórkostlegan árangur fyrir íslenska ostagerð, en allir ostarnir eru verðugir fulltrúar heimsmeistaratitilsins. Þarna eru mjólkurfræðingar og ostameistarar sem hafa stúderað þessa keppni og eru með mikinn fjölda osta og mjólkurvara ár hvert,“ segir Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin ár hvert. Að þessu sinni voru sendir inn 2.978 ostar frá 29 löndum og 33 ríkjum innan Bandaríkjanna svo árangur Feykis 24+ er stórmerkilegur. Í dómnefnd sitja ostameistarar, mjólkurfræðingar, fulltrúar stærstu verslanakeðjanna, fulltrúar neytenda og aðrir fagaðilar og telur hún um 60 manns.

Mynd frá heimsmeistarakeppni osta en hér eru dómarar að fara yfir ostana. Feykir 24+ varð í 8. sæti, sem er glæsilegur árangur enda Skagfirðingar að rifna úr monti með ostinn sinn. Það vakti mikla athygli að fá íslenskan ost í keppnina. Myndir / Facebook-síða keppninnar

Skylt efni: íslenskir ostar

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...