Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Alltaf jafn gaman að þuklinu.
Alltaf jafn gaman að þuklinu.
Líf og starf 2. nóvember 2022

Fallegt fé á degi sauðkindarinnar

Höfundur: Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn hátíðlegur 1. október síðastliðinn á Hellu. Fjöldi fólks mætti með lömb til sýningar og voru 80 gimbrar dæmdar og 50 hrútar en bændum var leyfilegt að koma með fé af svæðinu milli Þjórsár og Markarfljóts. Þeir Pétur og Sigurður Anton dæmdu lömbin fyrir RML og voru lömbin falleg og stiguðust vel. Athygli vakti að langflest lömbin voru með yfir 30 mm bakvöðva en það var lágmarkið fyrir að fá að taka þátt. Margt fólk kom síðan til að vera við sýninguna og sjá fallegt fé og varð hátíðin hin besta. Áhugasamir fengu að taka á lömbunum og finna vöðvafyllingu og ullargæði með hinu heimsfræga „hrútaþukli“. Heyrðist á fólki að það sé alltaf toppurinn að fá að finna fyrir sjálfan sig og meta saman við sín eigin lömb. Fjölmargir styrktu daginn með framlögum og fyrirtæki gáfu gjafir í happdrætti sem alltaf er gríðarlega vinsælt. Verðlaunin voru handmáluð listaverk eftir Gunnhildi Jónsdóttur frá Berjanesi en myndirnar hennar eru fágætar að gæðum og gaman að fá slík verðlaun til að hengja upp heima hjá sér.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Kollóttir hrútar:
1. sæti nr 95 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir.

2. sæti nr 137 frá Fellsmúla, eigandi Sigurjón Bjarnason.

3. sæti nr 745 frá Teigi, eigandi Félagsbúið Teigi.

Hyrndir hrútar:
1. sæti nr 730 frá S-Úlfsstöðum, eigandi Sigríkur Jónsson.

2. sæti nr. 2001 frá Raftholti, eigandi Sigurjón Hjaltason.

3. sæti nr. 2054 frá Djúpadal, eigandi Lilja og Benedikt. Djúpadal

Kollóttar gimbrar:
1. sæti nr 63 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir.

2. sæti nr. 38 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir.

3. sæti nr 27 frá Árbæ, eigandi Guðmundur Bæringsson.

Hyrndar gimbrar:
1. sæti nr. 2259 frá Hreiðri, eigandi Hjalti Sigurðsson.

2. sæti nr. 57 frá Teigi, eigandi Félagsbúið Teigi.

3. sæti nr 2029 frá Djúpadal, eigandi Lilja og Benedikt, Djúpadal.

Við þökkum öllum sem komu og gerðu daginn eins góðan og hann varð en ekki síður þeim sem styrktu hátíðina. Það voru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Aurasel, Bílaverkstæðið Rauðalæk, Fóðurblandan, Hellismenn ehf., Lava 47, Lífland, Midgard, Skálakot, Sláturfélag Suðurlands, Teigur Fljótshlíð, Valdís, Hvolsvelli og Uppspuni Smáspunaverksmiðja.

6 myndir:

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...

Skaði asparglytta myndaður með dróna
Líf og starf 29. maí 2023

Skaði asparglytta myndaður með dróna

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar á Mógilsá verður með spennandi verkefni í sumar, ...

Vakta gróður og jarðveg
Líf og starf 26. maí 2023

Vakta gróður og jarðveg

Landgræðslan stóð fyrir opnum kynningar- og samráðsfundi um verkefnið GróLind í ...

Fundarhamar úr peruvið
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evróp...

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum...

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög
Líf og starf 24. maí 2023

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög

Nýsköpunarsjóður hefur hafið fjárfestingarátak fyrir félög sem komin eru skammt ...

Breskur vélaiðnaður sem lifir enn
Líf og starf 24. maí 2023

Breskur vélaiðnaður sem lifir enn

Bændablaðinu var boðið að skoða höfuðstöðvar JCB í Staffordskíri á Englandi. JCB...

Gamla kirkjan nýtt sem svíta
Líf og starf 24. maí 2023

Gamla kirkjan nýtt sem svíta

Mánudaginn 15. maí opnaði Hótel Blönduós dyr sínar á nýjan leik eftir gagngerar ...