Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fallegar mæðgur í Svarfaðardal
Mynd / Gunnhildur Gylfadóttir
Líf og starf 23. desember 2020

Fallegar mæðgur í Svarfaðardal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við höfum mjög gaman af litafjölbreytileikanum í kúastofninum okkar.  Grátt og sægrátt er sjaldgæft en við eigum oftast nokkrar kýr og kvígur í þeim litum,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á bænum Steindyr í Svarfaðardal, en hún og maður hennar, Hjálmar Herbertsson, reka þar myndarlegt bú.

„Partur af ástæðunni er að við notum oft grá heimanaut sem gefa þá hærra hlutfall af þessum litum hjá kálfunum en sæðisnautin.  Svo er maður misheppinn hvort koma naut eða kvígur.Við eigum núna fimm kýr og eina kvígu í þessum litum og þrjú naut. Vonandi er eitt nautið þessa dagana að setja gráa kálfa í kvíguhópinn sem hann er í.“

Hjónin settu nýlega þessa flottu mynd á Facbook af kúnni Gránu, sem bar nýlega þessum fallega kvígukálfi. Grána er undan gráu heimanauti, Laxa, sem Gunnhildur og Hjálmar fengu á Laxamýri hjá þeim Atla og Sif, sem eru sérlegir áhugamenn um gráar og sægráar kýr eins og þau.  

Þetta var fimmti kálfur Gránu og eina kvígan en faðir kvígunnar er Sjarmi. Hún hefur ekki enn þá fengið nafn. 

„Við erum aðallega með kýr, tæplega 360 þúsund lítra greiðslumark, en einnig með 100 kindur, hesta, geitur og þessi venjulegu húsdýr, hunda ketti, kanínur og naggrísi,“ segir Gunnhildur aðspurð um búskapinn á bænum. 

Skylt efni: íslenskar kýr | kúalitir

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...