Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sveit PwC varð Íslandsmeistari kvenna. Ljósbrá Baldursdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.
Sveit PwC varð Íslandsmeistari kvenna. Ljósbrá Baldursdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.
Mynd / BSÍ
Líf og starf 31. mars 2025

Færeysku öldungarnir átu Íslendingana

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Óhætt er að segja að íslenska landsliðið hafi staðið sig vel á Norðurlandamóti öldunga, seníora svokallaðra, í sveitakeppni helgina 15.-16. mars. Allt fram að síðustu viðureign.

Mjög góðir sigrar höfðu unnist í fyrri bardögum gegn öflugum briddsþjóðum en lokaorrustan tapaðist 6-14 gegn Færeyjum og varð nokkurt högg. Færeysku öldungarnir átu í raun okkar menn og Ísland varð að láta sér duga bronssætið.

Sem voru ákveðin vonbrigði í stöðunni, því spiluð var tvöföld umferð og höfðu íslensku öldungarnir verið í efsta sætinu á Norðurlandamótinu eftir fyrri umferð.

Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru Björn Eysteinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnússon.

Spil dagsins

Spil dagsins kom fyrir í næstsíðustu umferð gegn Finnum og kynnir til sögunnar sagnvenju, leynivopn sem byrjendur í bridds og miðlungsvanir gætu haft gagn af að kynnast.

Vestur gaf og AV voru á hættu. Eftir pass vesturs opnaði norður á grandi. Þegar Finninn sem sat í suður-sætinu gegn Íslendingum gat meldað gervisögnina 3 spaða sem sýndi báða láglitina og góð spil urðu íslenskir áhorfendur sem fylgdust með viðureigninni á Real bridge svolítið stressaðir.

Þótt punktafjöldi norðurs sé ekki mikill miðað við 15-17 punkta grand verður ekki betur séð en fjórða laufið og tvíspilið í hjarta sé nokkuð ákjósanlegt í slemmuþreifingar. Norður lét þó duga að segja 3 grönd, sem varð einnig lokasamningurinn í hinum salnum. Og þótt suður berðist áfram með fjögurra granda áskorunarsögn passaði finnski norður-spilarinn blessunarlega.

Ljósbrá og félagar Íslandsmeistarar kvenna

Sveit PwC varð Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni 2025. Spilað var í höfuðstöðvum Bridgesambands Íslands í Síðumúlanum um síðustu helgi. Í öðru sæti varð sveit HÖNNU verkfræðistofu og í þriðja sæti sveitin Tekt.

Skylt efni: bridds

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...