Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Regnbogakindin, sem tekur á móti gestum þegar komið er í Sævang þar sem Sauðfjársetrið á Ströndum er til húsa.
Regnbogakindin, sem tekur á móti gestum þegar komið er í Sævang þar sem Sauðfjársetrið á Ströndum er til húsa.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 15. júní 2023

Erlendum gestum safnsins fjölgar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikið verður um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar en auk fastasýningar um sauðfjárbúskap og sveitafólk á Ströndum verða þrjár sérsýningar inni í húsinu.

Úti er listaverka-, náttúruskoðunar- og söguslóð eftir göngustíg út á Orrustutangann. Einnig verða tvær stórhátíðir í sumar; dagana 14.–16. júlí verður Náttúrubarnahátíð með alls konar listviðburðum, smiðjum og útivist. Þar er ókeypis aðgangur og alltaf mikið líf og fjör. Svo er Íslandsmeistaramót í hrútadómum þann 20. ágúst en þangað koma bændur og búalið af öllu landinu til að keppa og horfa á.

Mikið verður um dýrðir þann dag, enda eru núna tuttugu ár síðan Strandamenn fundu þessa íþrótt upp og hófu að keppa í hrútaþukli.

Guðrún frá Lundi

Esther Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins í Sævangi, segir sérsýningarnar í sumar mjög spennandi. „Við erum til dæmis með sýningu um rithöfundinn Guðrúnu frá Lundi uppi í kaffistofunni hjá okkur.

Þetta er sýning sem hefur verið á flakki um landið og höfundar hennar eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Marín Hrafnsdóttir, sem er barnabarnabarn skáldsins. Guðrún skrifaði Dalalíf og ótal aðrar bækur og hefur alltaf verið feikivinsæl, hvað svo sem bókmenntafræðingar hafa sagt um hennar verk.

Aðrar sérsýningar á safninu í sumar eru um hvítabjarnakomur til Vestfjarða og á Strandir og svo er lítil sýning um förufólk fyrri alda, kynlega kvisti sem flökkuðu bæ af bæ og þáðu mat og húsaskjól,“ segir Esther.

Náttúrusmiðja með Ástu Þórisdóttur á einni Náttúrubarnahátíð Sauðfjársetursins, en önnur slík hátíð verður haldin í sumar dagana 14. til 16. júlí.

Rabarbarapæ hefur slegið í gegn

Esther segir að gestir séu almennt mjög sáttir og glaðir eftir heimsókn sína á Sauðfjársetrið. Hún segir að erlendum gestum hafi fjölgað mjög mikið. „Enda erum við með sýningartexta á ensku og þýsku, auk íslenskunnar.

Nú eru sýningartextar á frönsku líka að bætast við, sem er gott því það kemur þónokkuð af Frökkum sem eru reyndar sérlega áhugasamir um rabarbarapæ sem er til sölu í kaffistofunni. Það hefur ratað í einhverja vinsæla ferðahandbók að langbesta rabarbarakaka landsins fáist á Sauðfjársetrinu. Við skildum ekkert í þessu fyrst, þegar þeir komu einn af öðrum að kaupa af okkur köku,“ segir Esther hlæjandi.

Skylt efni: Sauðfjársetrið

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...