Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Köngulpálmategundin Encephalartos altensteinii er elsta planta í heimi sem vitið er um að sé ræktuð í potti.
Köngulpálmategundin Encephalartos altensteinii er elsta planta í heimi sem vitið er um að sé ræktuð í potti.
Mynd / RBG Kew
Líf og starf 5. september 2022

Elsta pottaplanta í heimi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Kew grasagarðinum í London er að finna elstu núlifandi pottaplöntu í heimi sem vitað er um.

Plantan er köngulpálmi sem barst til Englands frá Suður-Afríku árið 1775 en var flutt í Pálmahúsið 1848 þegar byggingu þess lauk og hefur verið þar síðan þá.

Skoski grasafræðingurinn Francis Masson, sem dvaldi í Suður-Afríku við gróðurrannsóknir frá 1773 til 1775, sendi hátt í 500 sýni af bæði lifandi og þurrkuðum plöntum til Englands á sínum tíma og er langlífa pottaplantan í Kew ein af þeim.

Plantan er upprunnin á austurhluta Góðrarvonarhöfða og er kögurpálmi sem kallast Encephalartos altensteinii. Tegundin er á válista International Union for Conservation of Nature yfir plöntur í útrýmingarhættu í náttúrulegum heimkynnum sínum vegna eyðingu skóga.

Köngulpálmar eru hægvaxta og þrátt fyrir að plantan hafi vaxið í Kew í 247 ár er plantan ekki nema um fjórir metrar á hæð. Þegar pálmanum var umpottað síðast árið 2009 var hann vigtaður án pottsins og reyndist vega um það bil eitt tonn.

Skylt efni: pottaplöntur

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...