Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Dagur Ragnarsson vann A-flokkinn.
Dagur Ragnarsson vann A-flokkinn.
Líf og starf 22. október 2025

Dagur vann Haustmótið

Höfundur: Gauti Páll Jónsson gauti.pj@hotmail.com

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur var haldið í septembermánuði eins og undanfarin ár. Mótið er eitt af flaggskipum Taflfélags Reykjavíkur, ásamt Skákþingi Reykjavíkur, sem haldið er í janúar á hverju ári. Haustmótið var að þessu sinni með þrjá lokaða tíu manna flokka og einn opinn flokk. Í lokuðu flokkunum tefla allir við alla á meðan opni flokkurinn fylgir svissnesku kerfi. Skemmst er frá því að segja að alþjóðlegi meistarinn og landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson vann flokkinn sannfærandi. Hann hóf mótið með látum, með því að vinna Vigni Vatnar Stefánsson, sterkasta stórmeistara þjóðarinnar. Dagur fór taplaus í gegnum mótið en gerði tvö jafntefli.

Stórkostlegur árangur Stefáns Steingríms Bergssonar vakti líka verðskuldaða athygli. Stefán vann allar sínar skákir, níu að tölu. Stefán vinnur sér þannig inn rétt til að tefla í A-flokki mótsins að ári liðnu. Stefán er sterkur skákmaður en með enn þá sterkara hugarfar, skynsamur í allri ákvarðanatöku við borðið.

C-flokkurinn var skemmtilega skipaður ungum skákmönnum í bland við eldri og reynslumeiri. Þáttarstjórnandinn á Útvarpi sögu, Kristján Örn Elíasson, var þar í toppbaráttunni lengst af ásamt Hauki Víðis Leóssyni og Pétri Úlfari Ernissyni sem eru fæddir 2014 og 2015. Þeir Haukur og Pétur voru einmitt gestir Kristjáns í þættinum Við Skákborðið um daginn! Að lokum náði Roberto Eduardo Osorio Ferrer að skjótast upp í þriðja sætið, Haukur í öðru, og Kristján vann flokkinn.

D-flokkurinn var að þessu sinni opinn flokkur með 26 þátttakendum. Þór Jökull Guðbrandsson var í sérflokki með átta vinninga. Næstur, með sex vinninga, varð Örvar Hólm Brynjarsson, og Emilía Embla B. Berglindardóttir náði þriðja sætinu með 5,5 vinning. Þetta eru allt skákmenn sem flokkast undir að vera ungir og efnilegir! Eftir Haustmótið var Hraðskákmót TR haldið og þar minnti Vignir Vatnar rækilega á sig með fullu húsi! Daði Ómarsson varð hraðskákmeistari TR.

Nú sitja landsliðin okkar að tafli á Evrópumóti landsliða í Georgíu. Sumir landsliðsmanna fara svo strax að því loknu verður um mótin hér í skákdálkinum og skemmtilegar stöður sýndar

Skylt efni: Skák

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...