Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfjárræktarbúið á Butru í Fljótshlíð var valið ræktunarbú ársins 2017 í Rangárvallasýslu á sýningunni en þar búa hjónin Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda og Ágúst Jensson.
Sauðfjárræktarbúið á Butru í Fljótshlíð var valið ræktunarbú ársins 2017 í Rangárvallasýslu á sýningunni en þar búa hjónin Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda og Ágúst Jensson.
Mynd / MHH
Líf og starf 7. nóvember 2018

Dagur sauðkindarinnar tókst frábærlega

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu stóð fyrir Degi sauðkindarinnar laugar­daginn 20. október. Þangað mættu fjáreigendur af öllu svæðinu á milli Þjórsár og Markarfljóts.
 
Fjöldi fólks og fjár var á sýningunni sem þótti takast afar vel. 
 
Ræktunarbú ársins
 
Þarna voru m.a. veitt verðlaun fyrir ræktunarbú ársins en þau hlutu Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson í Butru.
 
Litfegursta gimbrin var líka valin af áhorfendum og varð grámóbotnótt gimbur frá Djúpadal þar hlutskörpust.
 
Kótiletta sýningarinnar var Botni frá Skíðabakka
 
Alls mættu 22 hyrndir hrútar til leiks og 8 kollóttir. Af hyrndum hrútum bar lamb nr. 39 frá Skíðbakka 3 í Landeyjum sigur úr býtum með 89,0 stig, hvítur hrútur undan heimahrút sem kallaður er Botni. Hlaut hann líka verðlaun fyrir að vera „kótiletta“ sýningarinnar. Þetta lamb var með þykkasta bakvöðvann, eða 43 mm. Eigandi hans og ræktandi er Erlendur Árnason á Skíðbakka. 
 
Í öðru sæti var lamb nr. 398 frá Hemlu II í Landeyjum, hvítur undan heimahrútnum Auði. Ræktendur hans eru Lovísa Ragnarsdóttir og Vignir Siggeirsson í Hemlu. Hann fékk 88,5 stig. 
 
Í þriðja sæti varð hvítur hrútur frá Rökkva Hljómi Kristjánssyni á Hólum á Rangárvöllum undan Burkna frá Mýrum 2 (sæðingarhrút) með 88,0 stig. 
 
Kollóttu sigurhrútarnir komu allir frá Árbæ í Holtum
 
Kollóttu sigurhrútarnir komu allir frá Guðmundi Bæringssyni í Árbæ í Holtum. Þar voru tvílembingar númer 32 og 33 undan heimahrútnum Birki sem stóðu efstir og í þriðja sæti var lambhrútur númer 51 undan Álfi sem einnig er heimahrútur. Tvílembingarnir fengu 89,0 og 89,5 stig og lamb nr. 51 fékk 88,0 stig.
 
 Guðmundur í Árbæ líka með þrjár efstu kollóttu gimbrarnar
 
Í kollótta gimbrahópnum var Guðmundur í Árbæ að nýju með þrjár efstu gimbrarnar og voru tvær efstu tvílembingar undan Birki. Í þriðja sæti var svo gimbur nr. 24 undan Adam sem Guðmundur keypti fyrir vestan og hefur notað hann ásamt nágranna sínum.
 
Efsti veturgamli hrúturinn kom einnig frá Guðmundi í Árbæ
 
Í hópi veturgamalla hrúta var það enn Guðmundur í Árbæ sem átti efsta veturgamla hrútinn og er hann kollóttur nr. 17-007 og heitir Logi. Í öðru sæti var hrútur frá Helga Benediktssyni, Regúlu Rudin og Símoni Helga Helgasyni í Austvaðsholti nr. 17-175 og í þriðja sæti hrútur númer 17-750 frá Ágústi Rúnarssyni í Vestra-Fíflholti.
 
Efsta hyrnda gimbrin er frá Skíðabakka
 
Erlendur á Skíðbakka var efstur með hyrnda gimbur númer 49. Í öðru sæti voru Benedikt og Lilja í Djúpadal með gimbur nr. 54 og í þriðja sæti var gimbur frá Ágústi Rúnarssyni í Vestra-Fíflholti nr. 18.

12 myndir:

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f