Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti
Líf og starf 18. október 2022

Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum, hefur sent frá bók sem hann kalla Handrit. Baráttusaga fullhugans séra Halldórs í Holti.

Halldór hefur, auk þess að vera prestur, varið ævi sinni í baráttu fyrir hrossabændur og var einn af stofnendum Félags hrossabænda.
Halldór segir það hafa verið örlög sín að verða vitni að fjöldamörgum samfélagslegum atvikum, þar sem hann hafði beina eða óbeina aðkomu.

„Því hef ég ráðist í að gefa þetta handrit út, sem mína sögu með þessari óvenjulegu framsetningu og tilvísun til númeraðra fylgiskjala, sem liggja nákvæmar fyrir um það sem gerðist. Þannig gæti þetta handrit með fylgiskjölum verið með í umfjöllun um þessa atburði verði um þá fjallað síðar í öðrum frásögum, handritum eða heimildum. Sagan mun
vafalaust kalla á viðbrögð nokkurra, sem telja á sér brotið eða að ég fari með rangt mál. Svar mitt er að sagan er mín frásögn, sögð út frá þeim gögnum sem fyrir liggja hjá mér í tilvitnuðum fylgiskjölum, skrifaðri dagbók eða liggja fyrir í skrifuðum blaðagreinum mínum.

Það sem er þar umfram, er skráð eftir því sem ég man gleggst frá minni upplifun í samskiptum við marga aðila. Ég valdi þetta heiti sögunnar, Baráttusaga fullhugans, vegna þess að þegar ég lít til baka, skil ég ekki þessa baráttu mína fyrir því sem mér fannst ég verða að berjast fyrir, nema vegna þess að það brann innra með mér, að bregðast hverju sinni við því sem mér fannst rangt og þess vegna lagði ég af stað óhræddur sem fullhugi til leiðréttinga eða framkvæmda, sem tókst stundum, stundum nokkru síðar og stundum brást algjörlega. Það var þetta einfalda að gera rétt og þola ei órétt.“

Skylt efni: Bækur

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...