Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Líf og starf 3. júní 2022

Bambahús nýtt til að kenna nemendum sjálfbærni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Bambahús, sem svo er nefnt, hefur verið komið fyrir við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta þar og hlúa að ýmsum matjurtum.

Bambahúsið inniheldur 1.000 lítra IBC tank sem kallast bambar. Notkun gróðurhússins stuðlar að eflingu hringrásarhagkerfisins þar sem endurnýttar eru vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar. Tilgangur hússins er að kenna nemendum sjálfbærni og ræktun og hvernig hægt er að minnka kolefnisspor.

Gróðurkassar á skólalóð

Einnig hefur gróðurkössum verið komið fyrir á skólalóðinni en nemendur smíðuðu og skreyttu þá sjálfir í vetur. Þar mun fara fram moltugerð þar sem afgangs grænmeti og ávextir eru nýttir í moltuna og stendur svo til að rækta gulrætur, grasker og ávexti í sumar svo eitthvað sé nefnt.

Íslenska gámafélagið stendur fyrir verkefninu Bambahús sem byggir á þeirri hugmyndafræði að virðisauka þau verðmæti sem finna má í einnota umbúðum með megináherslu á svokallaða bamba. Bambar eru 1.000 lítra plasttankar, gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Í þeim eru fluttir inn alls kyns vökvar, meðal annars til matvælaframleiðslu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skútustaðahrepps.

Grasnytjar og þjóðtrú
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, ú...

Líflegt hjá Síldarminjasafninu
Líf og starf 6. júlí 2022

Líflegt hjá Síldarminjasafninu

„Það lítur út fyrir að vertíðin í sumar verði góð, bókanir hafa sjaldan eð...

Arfleið óttans
Líf og starf 5. júlí 2022

Arfleið óttans

Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ka...

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré
Líf og starf 5. júlí 2022

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré

Ljubljana í Slóveninu er falleg borg með mörgum almenningsgörðum og stórum g...

Græn og læsileg rit
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Um þessar mundir eru áskrifenduraðfáíhús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Stækka hótel og heilsulind
Líf og starf 4. júlí 2022

Stækka hótel og heilsulind

„Það var komin þörf fyrir stækkun, undanfarin ár hefur mikið verið bókað hjá...

Áskoranir skapa tækifæri
Líf og starf 2. júlí 2022

Áskoranir skapa tækifæri

„Það eru blikur á lofti, því er ekki að neita. Allir stórir liðir í rekstrar...

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...
Líf og starf 1. júlí 2022

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...

Heyrst hefur bak við tjöld tískuunnenda að lúxusveldið Valentino hafi haft þa...