Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Líf og starf 3. júní 2022

Bambahús nýtt til að kenna nemendum sjálfbærni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Bambahús, sem svo er nefnt, hefur verið komið fyrir við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta þar og hlúa að ýmsum matjurtum.

Bambahúsið inniheldur 1.000 lítra IBC tank sem kallast bambar. Notkun gróðurhússins stuðlar að eflingu hringrásarhagkerfisins þar sem endurnýttar eru vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar. Tilgangur hússins er að kenna nemendum sjálfbærni og ræktun og hvernig hægt er að minnka kolefnisspor.

Gróðurkassar á skólalóð

Einnig hefur gróðurkössum verið komið fyrir á skólalóðinni en nemendur smíðuðu og skreyttu þá sjálfir í vetur. Þar mun fara fram moltugerð þar sem afgangs grænmeti og ávextir eru nýttir í moltuna og stendur svo til að rækta gulrætur, grasker og ávexti í sumar svo eitthvað sé nefnt.

Íslenska gámafélagið stendur fyrir verkefninu Bambahús sem byggir á þeirri hugmyndafræði að virðisauka þau verðmæti sem finna má í einnota umbúðum með megináherslu á svokallaða bamba. Bambar eru 1.000 lítra plasttankar, gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Í þeim eru fluttir inn alls kyns vökvar, meðal annars til matvælaframleiðslu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skútustaðahrepps.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f