Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þau Viktor Logi Sigurðsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, Helga Melsted, Sindri Mjölnir Magnússon og Rakel Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem ávextir, grænmeti og ber.
Þau Viktor Logi Sigurðsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, Helga Melsted, Sindri Mjölnir Magnússon og Rakel Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem ávextir, grænmeti og ber.
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikfélag Hveragerðis, frumsýndi nú á dögunum.

Þau tóku fyrir leikverkið Ávaxtakörfuna en það tekur á viðkvæmu efni, einelti og fordómum. Ávaxtakarfan er þó lífleg og skemmtileg samkunda ávaxta sem búa saman í körfu eins og nafnið ber til kynna.

Sagan segir frá Mæju jarðarberi sem er lögð í einelti af hinum í körfunni af því hún er ekki ávöxtur heldur ber og því ætlað að þrífa og þjóna hinum. Immi ananas, voldugasti ávöxturinn, ætlar að krýna sjálfan sig konung sem fer úrskeiðis þegar Gedda gulrót kemur í körfuna. Íbúar körfunnar gera sér smám saman grein fyrir því að útlit skiptir ekki máli heldur innrætið. Þetta er leikrit sem eldist vel og á erindi við alla, jafnt nú sem fyrir rúmum 20 árum er verkið var fyrst kynnt áhorfendum.

Leikstjórn er í höndum Gunnars Gunnsteinssonar, en hann leikstýrði Ávaxtakörfunni einnig í Óperunni árið 1998 og í Austurbæ 2005. Andrea Gylfadóttir sér um söngþjálfun.

Frumsýning var laugardaginn 28. september.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...