Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Þarna má sjá Andann Ingu Söndru Hjartardóttur og Apann Thelmu Sif Jóhannesdóttur ásamt Aladín á æfingu.
Þarna má sjá Andann Ingu Söndru Hjartardóttur og Apann Thelmu Sif Jóhannesdóttur ásamt Aladín á æfingu.
Líf og starf 8. nóvember 2022

Ævintýrið mikla ... frá öðru sjónarhorni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Söguna vinsælu úr 1001 nótt um hann Aladín þekkja flestir. Þar eru í aðalhlutverki þeir félagar Aladín og andinn í töfralampanum ... en einnig hin frábæra Jasmín prinsessa.

Færri vita kannski að upprunalega hét prinsessan Badroulbadour, en nafn hennar þýðir fullt tungl – sem er tákn austrænnar fegurðar.

Ævintýrið hafa nú liðsmenn leikfélags Borgar í Grímsnesi sett upp en þó með nýjum brag.

Höfundurinn og leikstjórinn Sindri Mjölnir í gervi Aladíns.
Ævíntýri Sindra Mjölnis

Tók félagsmaðurinn Sindri Mjölnir sig til og endurskrifaði söguna frá sjónarhorni prinsessunnar Badroulbadour – listavel og nokkuð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Leikrit Aladíns hefur ekki farið á fjalirnar áður þar sem saga Aladíns og Jasmínar er í eigu Disney en með nýjum vinkli geta áhorfendur glaðst yfir sögunni sem þeir þekkja svo vel.

Kemur virkilega á óvart

Í samtali við Guðnýju Tómasdóttur formann kemur fram að með þessari nýju aðalpersónu og nýja sjónarhorni er ævintýrið bæði nútímavætt og kemur virkilega á óvart.

Leikritið er ætlað ungum jafnt sem öldnum og sýnt á misjöfnum tíma sólarhringsins, til að koma til móts við öll aldursskeið. Hvað varðar leikarana eru þeir 15 talsins, sá elsti um áttrætt og sá yngsti um sjötíu árum yngri, eða tólf ára.

Meðal þeirra finnast lærðir leikarar, áhugamenn af hjarta og sál og í raun öll flóran. Frumsýnt verður þann 12. nóvember.

Miðasalan verður á tix.is en ná sýningar fram í desember þar sem út dettur ein helgi í nóvember. 

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...