Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar.
Ætiplöntur  og annað mas
Líf og starf 9. mars 2021

Ætiplöntur og annað mas

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Uppistaða þáttanna eru hinar sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur heimsins sem birtust á síðum Bændablaðsins frá árinu 2015–2020.

Þau kryfja eina plöntu í hverjum þætti, skoða ræktun hennar og nytjar ásamt því að finna til áhugaverðar staðreyndir og sögur tengdar plöntunni. Inn á milli spila þau þematengd hljóðbrot.

Í fyrsta þættinum tóku þau fyrir sætuhnúða, sem flestir þekkja sem sætar kartöflur.
„Eitt af mínum markmiðum í lífinu er að útrýma nafninu sætar kartöflur. Þetta er villandi nafn því þetta eru ekki kartöflur,“ segir Vilmundur og leggur til heitið sætuhnúðar, því um er að ræða neðanjarðarhnýði sem er forðarót, sem við leggjum okkur til munns.

Í öðrum þætti fara þáttastjórnendurnir svo á flug við að ræða hrísgrjón, sem er sú planta sem hefur fætt fleiri og í lengri tíma en nokkur önnur planta. Þau eru gríðarlega mikilvæg fæða enn í dag því meira en einn fimmti allra hitaeininga sem jarðarbúar neyta koma úr hrísgrjónum.

„Japönsku bíltegundirnar Toyota og Honda heita eftir hrísgrjónum. Toyota þýðir ríkulegur hrísgrjónaakur, á meðan Honda þýðir aðal hrísgrjónaakurinn,“ segir Guðrún Hulda m.a. í þættinum meðan Vilmundur fer yfir þær lífsstílsbreytingar sem hann þarf að horfast í augu við. En í þeim þarf hann, meðal annars, að hætta að borða hrísgrjón.

Hægt er að senda inn spurningar til þáttastjórnendanna í gegnum netfangið floran@bondi.is en í næsta þætti hyggja þau á umræður um Inkakorn, sem margir þekkja undir tökuorðinu kínóa.

Flóran er aðgengileg í spilara Hlöðunnar á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is/hladan, sem og í öllum helstu hlaðvarpsveitum svo sem á Spotify og Apple Podcast.

Flóran #2 Hrísgrjón - Bændablaðið (bbl.is)

Framlag Íslands var meðal annars myndband um hvernig garn verður til
Líf og starf 19. apríl 2021

Framlag Íslands var meðal annars myndband um hvernig garn verður til

Fyrsti Evrópski ullardagurinn var haldinn á föstudaginn. Ísland var þátttakandi ...

Þróar KindaKol úr sauðataði til notkunar  í landgræðslu, landbúnaði og stóriðju
Líf og starf 16. apríl 2021

Þróar KindaKol úr sauðataði til notkunar í landgræðslu, landbúnaði og stóriðju

Stofnandi fyrirtækisins 1000 ára sveita­­þorps heitir Ár­sæll Markússon. Hann er...

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð
Líf og starf 16. apríl 2021

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð

Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands...

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals
Líf og starf 13. apríl 2021

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals

Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu ...

Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar
Líf og starf 13. apríl 2021

Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar

Ljósmyndaklúbburinn Blik fór í helgarferð til Víkur í Mýrdal dagana 5.–7. mars s...

Reykjagarður 50 ára og með um 40% af kjúklingaframleiðslu landsins
Líf og starf 9. apríl 2021

Reykjagarður 50 ára og með um 40% af kjúklingaframleiðslu landsins

Þann 20. febrúar síðastliðinn fagnaði Reykjagarður 50 ára afmæli. Í dag er Reykj...

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit
Líf og starf 9. apríl 2021

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit

Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær f...

Mikill áhugi og gróska í austfirskri matvælaframleiðslu
Líf og starf 7. apríl 2021

Mikill áhugi og gróska í austfirskri matvælaframleiðslu

Námskeiðinu Matarsmiðjan Beint frá býli, sem Austurbrú og Hallormsstaðaskóli stó...