Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á söfnunum eru oft fjölbreyttir viðburðir í desember. Hér má sjá jólasveina heimsækja Þjóðminjasafn Íslands.
Á söfnunum eru oft fjölbreyttir viðburðir í desember. Hér má sjá jólasveina heimsækja Þjóðminjasafn Íslands.
Mynd / Þjóðminjasafn
Líf og starf 12. desember 2022

Aðventan og jólin á söfnunum

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS.

Jólunum fylgir yfirleitt ákveðinn hátíðleiki og gleði. Þau eru töfrandi tími. Þá er oft mikið um að vera, en á sama tíma leggur fólk mikið upp úr því að reyna að slaka á og eiga gæðastundir með fjölskyldu, vinum og ættingjum.

Í desember, í aðdraganda jólanna, er líka oft mikið um að vera á söfnum landsins, en þau eru gífurlega fjölbreytt, ólík og áhugaverð. Í safnaflórunni má finna náttúrugripa-, lista- og minjasöfn sem öll hafa gífurlega mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Hlutverk safna er auðvitað að safna munum og minningum, skrá og varðveita fyrir framtíðina, stunda rannsóknir og miðla.

Söfnin taka þátt í gleðinni sem ríkir í desember. Víða eru settar upp sérstakar jólasýningar, haldnir jólaviðburðir, tónleikar, fræðafjör, smiðjur og skemmtanir fyrir fólk á öllum aldri. Söfnin varðveita muni, gripi, listaverk, sögur, fróðleik, myndir og minningar sem tengjast vetrinum og jólahátíðinni og í desember er kjörið tækifæri til að draga það fram og leyfa sem flestum að njóta.

Mörg söfn varðveita muni, myndir og minningar sem tengjast jólunum. Mynd / Sauðfjársetur á Ströndum


Jólin hafa þróast og breyst í áranna rás. Það er gaman að heimsækja söfn á aðventunni og rifja upp gamla tíma, hvað þótti áður ómissandi hluti af jólunum en sést varla lengur? Hvað hefur bæst við? Og hvernig mun hátíðin halda áfram að breytast á komandi árum?

Í ár hafa söfn á Íslandi líka tekið sig saman um að búa til sameiginlegt jóladagatal á vefnum. Einn gluggi verður opnaður í jóladagatalinu á hverjum degi og þar leynast alls konar fallegir gripir, munir, listaverk og náttúrufyrirbrigði sem tengjast jólunum og vetrinum. Þannig eru söfnin einnig gerð aðgengileg, því hægt er að njóta þess að skoða dagatalið heima. Það er aðgengilegt á Facebook-síðunni Félag íslenskra safna og safnmanna.

Þá hvetjum við ykkur líka öll sem eitt til að heimsækja söfnin í ykkar nærumhverfi á aðventunni. Það er skemmtileg leið til að brjóta upp aðventustressið og slaka á. Söfn eru upplýsandi, fræðandi og gefandi. Þar má finna jólaandann svífa yfir vötnum, hátíðleika og gleði.

Skylt efni: söfnin í landinu

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...