Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Briddsveit Bjarkar Jónsdóttur skoraði mest á landsmóti 50+. Á myndinni eru siglfirsku stórspilararnir sem skipa sveitina, auk Frímanns Stefánssonar keppnisstjóra.
Briddsveit Bjarkar Jónsdóttur skoraði mest á landsmóti 50+. Á myndinni eru siglfirsku stórspilararnir sem skipa sveitina, auk Frímanns Stefánssonar keppnisstjóra.
Líf og starf 23. júlí 2025

Að hrökkva eða stökkva

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Við sögðum frá því á dögunum að sex impar hefðu að meðaltali verið skoraðir í spili í bikarleik sem leikinn var í bikarkeppni Bridgesambands Íslands í sumar.

Það er ansi fjörlegt. En svo hefur maður stundum spilað leiki þar sem flest spil falla og ekkert virðist vera í gangi. Spilaguðirnir eru í mismunandi skapi frá degi til dags.

En hér er sagnvandamál sem umsjónarmaður fékk sjálfur í fangið í bikarleik 26. júní síðastliðinn þegar sveit Kjöríss lék gegn TM Selfossi.

Fyrsta spilið í leiknum:

xx-ÁKD98-D8-ÁD87

Ég opna á hjarta og þú hefðir væntanlega gert það líka. Andstæðingur á vinstri hönd stekkur í 4 spaða. Makker segir 5 hjörtu og þú átt sögn. Allir eru utan hættu.

Ef ég á að segja alveg eins og er þá vissi ég ekkert hvort ég ætti að vaða áfram eða passa en nennti ekki að fara niður á slemmu í fyrsta spili í 40 spila leik þannig að pass varð niðurstaðan. Sem ég sá strax að hefði verið vond ákvörðun þegar makker minn, Helgi Bogason, lagði upp spaðaás blankan, ríflegan trompstuðning, ÁG í tígli og gosann fjórða í laufi. Slemman var sem sagt mjög góð og 12 slagir á báðum borðum. Laufið lá reyndar öfugt 4-1 en til hliðar var tígulsénsinn og kóngur reyndist blankur hjá andstæðingi á vinstri hönd.

Kannski hefur mótherji minn hugsað eitthvað svipað og ég – að það væri þó skömminni skárra að missa af slemmu í fyrsta spili en að fara niður á henni.

Andstæðingur á vinstri hönd gerði aftur á móti vel með 4 spaða sögninni með aðeins 7 spaða en fjórlit til hliðar – sem oft skiptir sköpum þegar hindrunarstig er valið.

Keppt var í bridds á landsmóti 50 ára og eldri í Ólafsfirði fyrir skemmstu. Ágæt þátttaka varð. Sveit Bjarkar Jónsdóttur vann mótið en auk hennar skipuðu liðið Ásgrímur Sigurbjörnsson, Jón Sigurbjörnsson og Ólafur Jónsson.

Í öðru sæti varð sveit ML en hana skipa Bjarni Brynjólfsson - Guðmundur Þorkelsson - Hallgrímur Hallgrímsson - Ingibjörg Guðmundsdóttir - Pétur Z. Skarphéðinsson - Sigmundur Stefánsson

Í þriðja sæti varð sveit UMSE en hana skipa Gústaf Þórarinsson - Hákon Sigmundsson - Jóhannes Tr. Jónsson - Kristján Þorsteinsson.

Met slegið í sumarbridds

Það hefur verið ansi fjörlegt í sumarbridds í Síðumúlanum undanfarið. Metþátttaka og margir nýir spilarar. Sumarbridds fer fram mánudags- og miðvikudagskvöld.

Bergur Reynisson hefur skorað mest allra spilara í sumar og er bronsstigaforði hans orðinn æði þéttur.

Briddsþáttur Bændablaðsins skorar á heimaspilara sem langar að láta reyna á keppni í klúbbi að líta við í höfuðstöðvum BSÍ í Síðumúlanum næst þegar keppt verður í sumarbridds. Vel er tekið á móti nýliðum og jafnvel hægt að aðstoða við myndun para.

Skylt efni: bridds

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...