Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á Grenivík vantar bæði húsnæði og starfsfólk og með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu má gera ráð fyrir að þörfin fari vaxandi. Um þessar mundir eru í byggingu tvö einbýlishús, annað er þetta sem er nánast fullbúið.
Á Grenivík vantar bæði húsnæði og starfsfólk og með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu má gera ráð fyrir að þörfin fari vaxandi. Um þessar mundir eru í byggingu tvö einbýlishús, annað er þetta sem er nánast fullbúið.
Mynd / ÞF
Líf og starf 20. október 2021

Á Grenivík vantar húsnæði og fólk til starfa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Staðan hjá okkur er sú að það vantar húsnæði og einnig fólk til starfa,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn hreppsins hefur á fundum sínum, m.a. nú í vikunni, rætt hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Þröstur segir að með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu megi búast við að þessi þörf fari vaxandi, en sem dæmi er í byggingu nýtt hótel á svæðinu og þá er verið að stækka lyfjaverksmiðju Pharmarctica.

Þröstur segir að lengi vel á þessari öld hafi staðan verið sú að einungis sveitarfélagið byggði íbúðir á Grenivík. Á allra síðustu árum hafa einstaklingar farið að byggja á ný. „Það er til marks um aukna bjartsýni á framtíðina enda hefur húsnæðisverð farið hækkandi og allt selst sem boðið hefur verið til sölu,“ segir hann.

Byrjað verði að byggja næsta vor

Nú eru tvö einbýlishús í byggingu og eitt parhús, allt á vegum einkaaðila. Þröstur segir að sveitarfélagið skoði möguleika á frekari uppbyggingu, með byggingaraðilum eða leigufélögum eftir atvikum. „Stefnan er að reyna að tryggja að það verði hafin bygging á einhverjum íbúðum næsta vor. Í því skyni er t.d. verið að hefja vinnu við deiliskipulag nýs hverfis þar sem áhersla verður á einbýlishús með fallegu útsýni,“ segir Þröstur.

Skylt efni: Grenivík

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...