Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á Grenivík vantar bæði húsnæði og starfsfólk og með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu má gera ráð fyrir að þörfin fari vaxandi. Um þessar mundir eru í byggingu tvö einbýlishús, annað er þetta sem er nánast fullbúið.
Á Grenivík vantar bæði húsnæði og starfsfólk og með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu má gera ráð fyrir að þörfin fari vaxandi. Um þessar mundir eru í byggingu tvö einbýlishús, annað er þetta sem er nánast fullbúið.
Mynd / ÞF
Líf og starf 20. október 2021

Á Grenivík vantar húsnæði og fólk til starfa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Staðan hjá okkur er sú að það vantar húsnæði og einnig fólk til starfa,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn hreppsins hefur á fundum sínum, m.a. nú í vikunni, rætt hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Þröstur segir að með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu megi búast við að þessi þörf fari vaxandi, en sem dæmi er í byggingu nýtt hótel á svæðinu og þá er verið að stækka lyfjaverksmiðju Pharmarctica.

Þröstur segir að lengi vel á þessari öld hafi staðan verið sú að einungis sveitarfélagið byggði íbúðir á Grenivík. Á allra síðustu árum hafa einstaklingar farið að byggja á ný. „Það er til marks um aukna bjartsýni á framtíðina enda hefur húsnæðisverð farið hækkandi og allt selst sem boðið hefur verið til sölu,“ segir hann.

Byrjað verði að byggja næsta vor

Nú eru tvö einbýlishús í byggingu og eitt parhús, allt á vegum einkaaðila. Þröstur segir að sveitarfélagið skoði möguleika á frekari uppbyggingu, með byggingaraðilum eða leigufélögum eftir atvikum. „Stefnan er að reyna að tryggja að það verði hafin bygging á einhverjum íbúðum næsta vor. Í því skyni er t.d. verið að hefja vinnu við deiliskipulag nýs hverfis þar sem áhersla verður á einbýlishús með fallegu útsýni,“ segir Þröstur.

Skylt efni: Grenivík

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...