Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vetrartrefill
Hannyrðahornið 2. október 2023

Vetrartrefill

Höfundur: Hönnun: Katrín Andrésdóttir

Uppskriftin er í einni stærð en auðvelt er að breyta bæði breidd og lengd

Efni:

Einn þráður Þingborgarlopi í sauðalit og einn þráður Hörpugull, sem er litaður Þingborgarlopi. Eins má nota Slettuskjótt sem er litaður tvöfaldur Þingborgarlopi. Hægt er að nota nánast hvað sem er sem er svipað að grófleika og tvöfaldur lopi, t.d. einn þráð lopa og einn þráð Love Story eða Gilitrutt frá Helene Magnússon, Lambaband frá Gilhaga og einn þráð af Love Story. Jurtalitað Dóruband (Þingborgarband) og einn þráður lopi er líka frábært saman. Möguleikarnir eru óendanlegir, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Tillögur:

100 g Þingborgarlopi og 100 g (2 dokkur) Hörpugull.

200 g (4 dokkur) Slettuskjótt

100 g plötulopi og 50 g (2 dokkur) Love story. Þessi blanda er mjög fíngerð og létt.

100 g plötulopi og 100 g (4 dokkur) Gilitrutt

100 g plötulopi, 100 g (2 hespur) Dóruband

Svo er hægt að nýta afganga sem til eru og hægt að blanda ýmsu saman og útkoman getur orðið mjög skemmtileg.

Áhöld:

6 mm prjónar, þægilegast er að prjóna þennan trefil á 80 sm hringprjón, en líka hægt að nota bandprjóna.

Aðferð:

Trefillinn er prjónaður með garðaprjóni fram og til baka. Kantur er tveggja lykkju snúrukantur (I-Cord) og er gerður svona: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóninum, takið bandið fram fyrir prjóninn og takið þessar tvær lykkjur sem eftir voru óprjónaðar á hægri prjóninn.

Þegar prjónað er til baka er bandið fyrir aftan þessar tvær lykkjur. Gerið eins þegar komið er á hinn endann. Myndbönd á YouTube sýna þetta mjög vel.

Trefillinn:

Fitjið upp 50 lykkjur. Prjónið 2 lykkjur, sláið upp á prjóninn og prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið tvær lykkjur saman og gerið snúrukant á endann eins og lýst er að ofan. Prjónið til baka þar til 2 lykkjur eru eftir og gerið snúrukant þar einnig. Endurtakið þessar umferðir þar til trefillinn er orðinn nógur langur og fellið þá af, en hann má alveg ná 150 sm svo hægt sé að vefja honum um hálsinn á sér. 

Skylt efni: trefill

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL