Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vetrarskjól á herra
Hannyrðahornið 24. mars 2021

Vetrarskjól á herra

Höfundur: Hannyrðahornið

Hálskragar með axlarsæti hafa verið vinsælir í vetur og þessi fallegi kragi fyrir herra hittir í mark. Prjónað úr Drops Nepal ofan frá og niður.

DROPS Design: Mynstur ne-344.

Stærðir: S/M (L/XL) XXL/XXXL

Garn: DROPS NEPAL (fæstí Handverkskúnst)
200 (200) (200) g litur á mynd: millibrúnn nr 0612

Prjónfesta:17L x 22 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 cm.

Prjónar: Hringprjónn 40 og 60 cm nr 4,5 og 60 cm nr 5.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚTAUKNING (á við um axlarsæti):
Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Útaukning hallar til hægri; Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2ja lykkja, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann.

Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Útaukning hallar til vinstri; Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2ja lykkja, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann.

KRAGI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Aukið er út fyrir axlarsæti í hvorri hlið.
Síðan skiptist stykkið – bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig til loka máls.

KRAGI: Fitjið upp 96 (112) 128 lykkjur á stuttan hringprjón nr 4,5 með Nepal. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem marker upphaf umferðar. Prjónið stroff hringinn (frá vinstri öxl að aftan þegar kraginn er mátaður) með 2 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt, 10 cm, eða að óskaðri lengd. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru sett á milli lykkja og prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti. 1. prjónamerkið er í byrjun á umferð, teljið 26 (30) 34 lykkjur (= bakstykki), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 22 (26) 30 lykkjur (= öxl), 3. prjónamerki er sett á undan næstu lykkju, teljið 26 (30) 34 lykkjur (= framstykki), 4. prjónamerki er sett á undan næstu lykkju. Það eru 22 (26) 30 lykkjur eftir í umferð á eftir að upphafsprjónamerki (= öxl). Skiptið yfir á hringprjón 5 og aukið út fyrir axlarsæti eins og útskýrt er að neðan.

ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Prjónið slétt yfir 26 (30) 34 lykkjur á bakstykki og framstykki og stroffprjón eins og áður yfir 22 (26) 30 lykkjur á hvorri öxl. JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur í hverri umferð fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki og á EFTIR 1. og 3. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri – útauknar lykkjur tilheyra framstykki og bakstykki, þ.e.a.s. að 22 (26) 30 axlalykkjurnar haldast stöðugar). Aukið svona út í HVERRI umferð alls 14 (15) 15 sinnum = 152 (172) 188 lykkjur á prjóninum. Í næstu umferð eru alxalykkjurnar felldar af og prjónað er frá byrjun á umferð þannig (= við 1. prjónamerki): Prjónið 5 lykkjur brugðið, slétt prjón yfir næstu 44 (50) 54 lykkjur, 5 lykkjur brugðið, fellið af næstu 22 (26) 30 lykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur, 5 lykkjur brugðið, slétt prjón yfir næstu 44 (50) 54 lykkjur, 5 lykkjur brugðið, fellið af næstu 22 (26) 30 lykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur. Bakstykkið og framstykkið er síðan prjónað hvort fyrir sig fram og til baka á hringprjóna.

BAKSTYKKI: = 54 (60) 64 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig:
5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓNI – sjá útskýringu að ofan, prjónið slétt prjón þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka í sléttu prjóni með 5 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist ca 34-35 cm frá uppfitjunarkanti (mælt frá miðju að aftan). Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður, en aukið JAFNFRAMT út um 2 (0) 0 lykkjur jafnt yfir = 56 (60) 64 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig:

Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5. Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið stroff (2L slétt, 2L brugðið) þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Prjónið með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stroffið mælist ca 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 39-40 cm frá uppfitjunarkanti mitt að aftan.

FRAMSTYKKI: = 54 (60) 64 lykkjur. Prjónið alveg eins og bakstykki.

Frágangur: Gangið frá endum, þvoið stykkið og leggið til þerris.

Prjónakveðja
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...