Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

DÖMUSTÆRÐ

EFNI: Þingborgarband þrír litir. 2 hespur í aðallit, ein hespa af hvorum munsturlit.

PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 2 ½ og 3.

VINSTRI vettlingur:

Fitjið upp 44 l. á prjóna nr. 2 ½ með munsturlit, skiptið lykkjunum jafnt á 4 prjóna og prj. stroff 2 sl., 2 br. alls 10 umf. Skipt yfir á prjóna nr. 3 og prj. slétt eftir munsturteikningu frá hægri til vinstri. Í umf. 21 er aukið út um 1 l á hvern prjón. Rauða strikið sýnir hvar er gert ráð fyrir þumli. Þá eru 8 l. prj. með aukabandi, lykkjurnar settar aftur á vinstri prjón og prj. aftur með aðallit.
Haldið áfram að prj. eftir munsturteikningu að úrtöku.

Bandúrtaka: 1. umf. prj. þannig:

1. prjónn: prj. fyrstu l. sl., takið næstu af óprjónaða, prj. næstu, steypið óprj. l. yfir þá l., prj. prjón á enda.
2. prjónn: prj. þar til 3 l. eru eftir á prjóninum prj. 2 l. saman sem eina, prj. síðustu l. sl. 3. prjónn: prj. eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prj. eins og 3. prjónn.

Úrtakan prj. að öðru leiti eftir teikningu.

Slítið frá og dragið endann í gegn um lykkjurnar.

ÞUMALL: Rekið upp aukabandið og takið upp lykkjurnar og aukalykkjur í hvorri vik svo lykkjurnar verði alls 20. Prjónið 20 umf. með aðallit, takið úr eins og á vettling.

HÆGRI vettlingur: Prj. eins og sá vinstri en nú er prj. eftir munsturteikningu frá vinstri til hægri.

FRÁGANGUR: Gangið frá endum og handþvoið með volgu vatni.

Húfan Mótbárur
Hannyrðahornið 15. október 2021

Húfan Mótbárur

Fljótleg og hlý húfa úr einni hespu af dvergabandi frá Uppspuna. Nafnið MÓTBÁRUR...

Hálskragi á börn
Hannyrðahornið 29. september 2021

Hálskragi á börn

Prjónaður hálskragi á börn með axlarsæti. Stykkið er prjónað í garða- og stroffp...

Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

Dominik herravettlingar
Hannyrðahornið 25. ágúst 2021

Dominik herravettlingar

Byssuvettlingar (veiðivettlingar – símavettlingar).

Botna – ullarpils
Hannyrðahornið 6. ágúst 2021

Botna – ullarpils

Lopinn í pilsinu er alíslenskur, í sauðalitunum, og í honum er sérvalin lambsull...

Sokkaskór á börnin
Hannyrðahornið 5. júlí 2021

Sokkaskór á börnin

Prjónaðar tátiljur með gata­mynstri fyrir börn úr Drops Flora.

Hipsumhaps-sjal
Hannyrðahornið 21. júní 2021

Hipsumhaps-sjal

Hannaðu þitt eigið sjal eftir „Hipsum-haps“ aðferðinni: auðveld leið til að prjó...

Rondane poncho
Hannyrðahornið 7. júní 2021

Rondane poncho

Fallegt poncho sem tilvalið er að hafa við hendina í sumar. Prjónað úr DROPS Par...