Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

DÖMUSTÆRÐ

EFNI: Þingborgarband þrír litir. 2 hespur í aðallit, ein hespa af hvorum munsturlit.

PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 2 ½ og 3.

VINSTRI vettlingur:

Fitjið upp 44 l. á prjóna nr. 2 ½ með munsturlit, skiptið lykkjunum jafnt á 4 prjóna og prj. stroff 2 sl., 2 br. alls 10 umf. Skipt yfir á prjóna nr. 3 og prj. slétt eftir munsturteikningu frá hægri til vinstri. Í umf. 21 er aukið út um 1 l á hvern prjón. Rauða strikið sýnir hvar er gert ráð fyrir þumli. Þá eru 8 l. prj. með aukabandi, lykkjurnar settar aftur á vinstri prjón og prj. aftur með aðallit.
Haldið áfram að prj. eftir munsturteikningu að úrtöku.

Bandúrtaka: 1. umf. prj. þannig:

1. prjónn: prj. fyrstu l. sl., takið næstu af óprjónaða, prj. næstu, steypið óprj. l. yfir þá l., prj. prjón á enda.
2. prjónn: prj. þar til 3 l. eru eftir á prjóninum prj. 2 l. saman sem eina, prj. síðustu l. sl. 3. prjónn: prj. eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prj. eins og 3. prjónn.

Úrtakan prj. að öðru leiti eftir teikningu.

Slítið frá og dragið endann í gegn um lykkjurnar.

ÞUMALL: Rekið upp aukabandið og takið upp lykkjurnar og aukalykkjur í hvorri vik svo lykkjurnar verði alls 20. Prjónið 20 umf. með aðallit, takið úr eins og á vettling.

HÆGRI vettlingur: Prj. eins og sá vinstri en nú er prj. eftir munsturteikningu frá vinstri til hægri.

FRÁGANGUR: Gangið frá endum og handþvoið með volgu vatni.

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL