Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vestfirskir vettlingar Hörpu
Hannyrðahornið 20. september 2021

Vestfirskir vettlingar Hörpu

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Hér er uppskrift að vestfirskum vettlingum. Höfundur er Harpa Ólafsdóttir.

DÖMUSTÆRÐ

EFNI: Þingborgarband þrír litir. 2 hespur í aðallit, ein hespa af hvorum munsturlit.

PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 2 ½ og 3.

VINSTRI vettlingur:

Fitjið upp 44 l. á prjóna nr. 2 ½ með munsturlit, skiptið lykkjunum jafnt á 4 prjóna og prj. stroff 2 sl., 2 br. alls 10 umf. Skipt yfir á prjóna nr. 3 og prj. slétt eftir munsturteikningu frá hægri til vinstri. Í umf. 21 er aukið út um 1 l á hvern prjón. Rauða strikið sýnir hvar er gert ráð fyrir þumli. Þá eru 8 l. prj. með aukabandi, lykkjurnar settar aftur á vinstri prjón og prj. aftur með aðallit.
Haldið áfram að prj. eftir munsturteikningu að úrtöku.

Bandúrtaka: 1. umf. prj. þannig:

1. prjónn: prj. fyrstu l. sl., takið næstu af óprjónaða, prj. næstu, steypið óprj. l. yfir þá l., prj. prjón á enda.
2. prjónn: prj. þar til 3 l. eru eftir á prjóninum prj. 2 l. saman sem eina, prj. síðustu l. sl. 3. prjónn: prj. eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prj. eins og 3. prjónn.

Úrtakan prj. að öðru leiti eftir teikningu.

Slítið frá og dragið endann í gegn um lykkjurnar.

ÞUMALL: Rekið upp aukabandið og takið upp lykkjurnar og aukalykkjur í hvorri vik svo lykkjurnar verði alls 20. Prjónið 20 umf. með aðallit, takið úr eins og á vettling.

HÆGRI vettlingur: Prj. eins og sá vinstri en nú er prj. eftir munsturteikningu frá vinstri til hægri.

FRÁGANGUR: Gangið frá endum og handþvoið með volgu vatni.

Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er ...

Ullarvikupeysa 2022
Hannyrðahornið 6. september 2022

Ullarvikupeysa 2022

Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring.

Taumvettlingar
Hannyrðahornið 18. ágúst 2022

Taumvettlingar

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands hefur þjóð...

Fallegir sokkar úr Drops Nord
Hannyrðahornið 19. júlí 2022

Fallegir sokkar úr Drops Nord

Sokkarnir eru prjónaðir með stroffprjóni og fölskum köðlum úr Drops Nord. G...

Mía María
Hannyrðahornið 5. júlí 2022

Mía María

Lopapeysa á Yorkshire terrier hunda og aðra smáhunda

Sumarlegur hattur
Hannyrðahornið 21. júní 2022

Sumarlegur hattur

Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þr...

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...