Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ullarvikuhúfa
Hannyrðahornið 25. maí 2021

Ullarvikuhúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Nokkrir uppskriftahönnuðir hafa sammælst um að senda uppskriftir í Bændablaðið sem mæla með íslensku garni í uppskriftirnar. Hér kemur sú fyrsta úr smiðju Margrétar Jónsdóttur.

Efni:
50-60 gr Þingborgarlopi eða hulduband frá Uppspuna í aðallit
15-20 gr Þingborgarlopi eða hulduband frá Uppspuna í mynstur
40 eða 50 cm langir hringprjónar nr 4 og 5

Sokkaprjónar nr 5

Prjónafesta:
22 umf og 15 l = 10 x 10 cm
Gætið að prjónafestu og notið minni eða stærri prjóna ef þarf. Eins ef notað er annað band eða lopi en hér er mælt með.

Húfan
Fitjið upp á hringprjón nr 4 80-90 lykkjur í aðallit og prjónið stroff 8 umferðir, sjá teikningu.

(Ef þétt er prjónað þarf að bæta 10 lykkjum við stærðina þegar prjónað er úr huldubandi)

Hægt er að hafa stroffið breiðara ef vill og hafa húfuna þannig dýpri eða bretta upp á. Þegar stroffi lýkur er skipt yfir á hringprjón nr 5.

Prjónið áfram eftir teikningunni. Skiftið yfir á sokkaprjónana þegar hringprjónninn verður of langur í úrtökunni. Þegar 16 lykkjur eru eftir á prjóninum er slitið frá og spottinn hafður 30-40 cm langur. Notið nál til að þræða í gegnum lykkjurnar, fyrst í gegnum lykkjurnar í aðallit og hinar geymdar á prjónum á meðan og þræðið svo í gegnum þær líka og dragið prjóninn úr, gangið vel frá öllum endum að innanverðu.

Þvoið húfuna í höndunum í mildu sápuvatni, kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Notið hugmyndaflugið til að skreyta húfuna í toppinn.

Skylt efni: ull | íslenskt garn

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...

Klukkutrefill
Hannyrðahornið 17. mars 2022

Klukkutrefill

Á veturna og vorin er yndislegt að vefja sig með þykkum og hlýjum trefli þegar f...

Barnateppið Jörð
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Kaðlapeysa á hunda
Hannyrðahornið 9. febrúar 2022

Kaðlapeysa á hunda

Kaðlapeysur eru alltaf fallegar og auðvitað á besti vinur mannsins skilið að eig...

Kósí peysa í vetur
Hannyrðahornið 10. janúar 2022

Kósí peysa í vetur

Grófar prjónaðar peysur eru mjög vinsælar núna.

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
Hannyrðahornið 14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Hér er uppskrift að ullarsökkum Huldu Brynjólfsdóttur, í Uppspuna.

Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einst...