Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þéttir og hlýir vetrarvettlingar
Hannyrðahornið 5. september 2018

Þéttir og hlýir vetrarvettlingar

Höfundur: Hanverkskúnst
Þessir vettlingar eru þéttir og hlýir fyrir veturinn. Eskimo garnið frá Drops er einnig tilvalið til þæfingar. 
 
Stærð:  S/M – L/XL.
Garn: Drops Eskimo
- 100 gr í allar stærðir litur nr. 53, ljósgrár.
 
Prjónar:  Sokkaprjónar nr 6 og 7 eða sú stærð sem þarf til að fá 12L = 10 cm á prjóna nr 7
 
MYNSTUR:  
Umferð 1: *1 sl, 1 br*, endurtakið frá *-*.
Umferð 2: sl yfir allar lykkjur.
 
VINSTRI VETTLINGUR:
Stykkið er prjónað í hring. Fitjið upp 26-30 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með Eskimo. Prjónið stroff *1 sl, 1 br* í 5 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 7 og prjónið 1 umf slétt og fækkið lykkjum í = 24-28 lykkjur. Prjónið nú þannig: 12-14 lykkjur slétt, 12-14 lykkjur mynstur – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 9-10 cm er prjónað op fyrir þumal í næstu umf: Prjónið 7-8 lykkjur, setjið næstu 5-6 lykkjur á band, prjónið út umf = 19-22 lykkjur. Í næstu umf eru fitjaðar upp 5-6 lykkjur yfir lykkjur á bandi = 24-28 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 19½-20½ cm. Fellið síðan af þannig:
Umf 1: *Prjónið 4-5 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 20-24 lykkjur (= 4 l færri).
Umf 2 (og allar jafnar umf): Prjónið slétt.
Umf 3: *Prjónið 3-4 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 16-20 lykkjur.
Umf 5: *Prjónið 2-3 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 12-16 lykkjur.
Umf 7: *Prjónið 1-2 lykkjur sl, prjónið næstu 2L slétt saman*, endurtakið frá *-* út umf = 8-12 lykkjur.
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 24-26 cm á hæðina.
 
ÞUMALL:
Stykkið er prjónað í hring. Setjið til baka þær 5-6 lykkjur af bandi yfir á prjóna nr 7, prjónið upp 5-6 nýjar lykkjur meðfram opi = 10-12 lykkjur sem er skipt niður á sokkaprjóna. Haldið áfram með slétt prjón hringinn þar til þumallinn mælist ca 6-7 cm (mælt frá þeim stað þar sem lykkjur voru settar til baka á prjóninn). Í næstu umf eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 slétt saman = 5-6 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að.
 
HÆGRI VETTLINGUR:
Er prjónaður eins og sá vinstri, nema gagnstætt, þ.e.a.s. að prjónaðar eru 12-14 lykkjur með mynstri fyrst í umf og síðan 12-14 lykkjur slétt prjón. Opið fyrir þumal er því prjónað þannig: Prjónið 12-14 lykkjur mynstur (byrjið á 1 l br), setjið næstu 5-6 lykkjur á band (= þumall), prjónið 7-8 lykkjur slétt prjón.
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er ...

Ullarvikupeysa 2022
Hannyrðahornið 6. september 2022

Ullarvikupeysa 2022

Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring.

Taumvettlingar
Hannyrðahornið 18. ágúst 2022

Taumvettlingar

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands hefur þjóð...

Fallegir sokkar úr Drops Nord
Hannyrðahornið 19. júlí 2022

Fallegir sokkar úr Drops Nord

Sokkarnir eru prjónaðir með stroffprjóni og fölskum köðlum úr Drops Nord. G...

Mía María
Hannyrðahornið 5. júlí 2022

Mía María

Lopapeysa á Yorkshire terrier hunda og aðra smáhunda

Sumarlegur hattur
Hannyrðahornið 21. júní 2022

Sumarlegur hattur

Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þr...

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...