Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað í garðaprjóni, neðan frá og upp. Stærðir 2 – 12 ára.

Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál ca: 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm.

Garn: DROPS BABY MERINO (fæst í Handverkskúnst) 50 (100) 100 (100) g litur á mynd nr 52, súkkulaði

Prjónar: Hringprjónn nr 3: lengd 40 cm. Sokkaprjónar nr 3

Prjónfesta: 26 lykkjur x 51 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*.

ÚRTAKA (á við um efst á húfu): Öll úrtaka er gerð í umferð með sléttum lykkjum.

Fækkið lykkjum á eftir lykkju með prjónamerki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

Fækkið lykkjum á undan lykkju með prjónamerki: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman.

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Fyrst er prjónað uppábrot í stroffprjóni, síðan er prjónað garðaprjón að loknu máli. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf.

HÚFA: Fitjið aðeins laust upp 152 (156) 162 (168) lykkjur á stuttan hringprjón nr 3 með DROPS Baby Merino. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 9 (9) 11 (11) cm, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem 8. (6.) 9. (8.) hver lykkja er prjónuð saman með samsvarandi lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur.

Haldið áfram með stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 4 (4) 5 (5) cm frá þar sem lykkjurnar voru prjónaðar saman. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 40 (40) 42 (44) lykkjur jafnt yfir = 112 (116) 120 (124) lykkjur.

Síðan er prjónað GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 19 (20) 21 (22) cm frá uppábroti neðst á húfu og næsta umferð er umferð með sléttum lykkjum, setjið 1 prjónamerki í 28. (29.) 30. (31.) hverja lykkju í umferð (4 prjónamerki – prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar).

Haldið áfram í garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 5 (5) 7 (7) sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 7 (7) 5 (5) sinnum = 16 (20) 24 (28) lykkjur eftir.

Í næstu umferð með sléttum lykkjum, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 8 (10) 12 (14) lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel.

Húfan mælist ca 25 (26) 28 (29) cm frá uppábroti neðst á húfu. Brjótið upp neðstu 4 (4) 5 (5) cm.

Prjónakveðja
Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er ...

Ullarvikupeysa 2022
Hannyrðahornið 6. september 2022

Ullarvikupeysa 2022

Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring.

Taumvettlingar
Hannyrðahornið 18. ágúst 2022

Taumvettlingar

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands hefur þjóð...

Fallegir sokkar úr Drops Nord
Hannyrðahornið 19. júlí 2022

Fallegir sokkar úr Drops Nord

Sokkarnir eru prjónaðir með stroffprjóni og fölskum köðlum úr Drops Nord. G...

Mía María
Hannyrðahornið 5. júlí 2022

Mía María

Lopapeysa á Yorkshire terrier hunda og aðra smáhunda

Sumarlegur hattur
Hannyrðahornið 21. júní 2022

Sumarlegur hattur

Heklaðir hattar eru að koma aftur í tísku og er þessi hattur heklaður úr 2 þr...

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, ...

Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gam...