Smásjal heklað úr DROPS Air
Mynd / Aðsend
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Höfundur: Handverkskúnst

DROPS mynstur: ai-448
Stærð: ca 13-14 cm á hæð mælt meðfram miðju og ca 80 cm á breidd mælt meðfram efri hlið.
Garn: DROPS Air, fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
Litur á mynd: mosagrænn nr 12.
Heklunál: 5mm
Heklfesta: 14 stuðlar = 10 cm
Heklleiðbeiningar: Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum sem koma í stað fyrsta stuðuls í hverri umferð. Í lok næstu umferðar er heklað um þessar 3 loftlykkjur.

Úrtaka: Heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (3 lykkjur á heklunálinni). Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. Það hefur fækkað um 1 lykkju.

Uppskriftin: Sjalið er heklað frá hlið.
1. umf (ranga): Heklið 4 loftlykkjur, heklið 2 stuðla í fyrstu loftlykkju. Það eru 3 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
2. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í næsta stuðul og heklið 2 stuðla um 3 loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 4 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
3. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu.
4. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 2 stuðla um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 5 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
5. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu.
6. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 2 stuðla um loftlykkjur. Það hefur aukist um 1 stuðul. Snúið stykkinu.
7. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð og heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!

Haldið áfram að hekla eins og í 6. og 7. umferð þar til 19 stuðlar eru í umferð og síðasta umferð er hekluð frá röngu, stykkið mælist ca 13-14 cm mælt á breiddina og ca 38 cm á lengdina.
Nú er heklað fram og til baka án þess að auka út þannig:
8. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu.
Endurtakið 8. umferð frá réttu og frá röngu alls 4 sinnum (ca 3½ cm án útaukningar), næsta umferð er frá réttu.

Nú er heklað og lykkjum fækkað þannig:
9. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir og 3 loftlykkjur frá fyrri umferð – lesið ÚRTAKA og fækkið um 1 lykkju. Snúið stykkinu.
10. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu. Endurtakið 9. og 10. umferð þar til 3 stuðlar eru í umferð. Stykkið mælist ca 80 cm. Klippið þráðinn og gangið frá endum.

Heklkveðja
Stelpurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...

Smásjal heklað úr DROPS Air
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Uppskrift að "Happy Laurel Shawl" sjal. Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum s...

Síðar buxur
Hannyrðahornið 29. október 2023

Síðar buxur

Síðar buxur úr einbandi og plötulopa

Tíglatuskur
Hannyrðahornið 16. október 2023

Tíglatuskur

Prjónaðar tuskur með fallegu gatamynstri sem myndar tígla. Við mælum með tveimur...

Vetrartrefill
Hannyrðahornið 2. október 2023

Vetrartrefill

Uppskriftin er í einni stærð en auðvelt er að breyta bæði breidd og lengd

Notalegt hálsskjól
Hannyrðahornið 18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Nú þegar vetur nálgast er gott að byrja á vetrarprjóni. Þetta fallega og einfald...

Barnapeysan Smári
Hannyrðahornið 4. september 2023

Barnapeysan Smári

Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Sle...

Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.