Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Salka Valka-húfan
Hannyrðahornið 29. nóvember 2022

Salka Valka-húfan

Höfundur: Maja Siska

Grunnuppskrift fyrir húfu úr Huldubandi frá www. uppspuni.is, líka kjörin til þess að nýta afganga.

Stærð: M-L (ummál 55-58 cm)/ XL .

Prjónar: 3,5 mm og 4,5 mm – styttri hring- eða sokkaprjónar fyrir minna ummál, eða 80 cm hringprjónar (notað með töfralykkjuaðferð).

Prjónfesta: 18 L/10 cm slétt prjón.

Garn: u.þ.b. 75 gr. (Hulduband, tvíband, 50 gr/100 m).

Stækka eða minnka húfuna: Lykkjufjöldi í stroffinu deilist með 4, aukið út eftir stroffið svo lykkjufjöldinn deilist með 8.

Fitjið upp á minni prjóna 88/92 L (lykkjur) með mynsturlit, tengið í hring, setjið merki, skiptið yfir á aðallit og prjónið stroff 2L sl, 2L br, þar til stroffið mælist 6 cm.

Skiptið yfir á stærri prjóna og prjónið slétt: Aukið út um 8/4L í næsta umf.: 96L. Prjónið 1 umf. til viðbótar. Prjóna eftir litamynsturteikningu.

Prj. svo 2 umf. aukalega í aðallit.

Úrtaka: það getur hjálpað að setja merki fyrir framan hverja úrtöku.

1.umf: *prjónið 6L sléttar, prjónið 2L saman* út umferðina.

2.umf: *prj. 5L, prj. 2L sam.* út umferðina. 3.umf: * prj. 4L, prj. 2L sam.* út umferðina. 4.umf: * prj. 3L, prj. 2L sam.* út umferðina. 5.umf: * prj. 2L, prj. 2L sam.* út umferðina. 6.umf: * prj. 1L, prj. 2L sam.* út umferðina. 7.umf: * prj. 2L sam.* út umferðina.

Slítið bandið frá 15 cm frá síðustu lykkju og dragið endann í gegnum lykkjurnar. Gangið frá öllum endum. Pressið húfuna í form og notið með stolti og ánægju!

©Maja Siska ravelry: majasiska Facebook: Icelandisfullofwool www.skinnhufa.is

Skylt efni: húfa

Punktur punktur komma strik
Hannyrðahornið 7. júní 2023

Punktur punktur komma strik

Prjónað ungbarnateppi úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til...

Dóru-sjal, með handgerðum skúf
Hannyrðahornið 24. maí 2023

Dóru-sjal, með handgerðum skúf

Skemmtileg og ósamhverf þríhyrna, með þremur litablokkum, sem hægt er að nota se...

Morgenbris Sweater
Hannyrðahornið 10. maí 2023

Morgenbris Sweater

Prjónuð peysa úr Drops Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu o...

Barnapeysa fyrir 2–4 ára
Hannyrðahornið 26. apríl 2023

Barnapeysa fyrir 2–4 ára

Uppskrift peysunnar er samvinnuverkefni nokkurra Þingborgarkvenna, þeirra Katrín...

Hádegisblóm
Hannyrðahornið 3. apríl 2023

Hádegisblóm

Þetta dúlluteppi er heklað úr Scheepjes Our Tribe sem er nýlegt garn hjá okkur í...

Peysubrjóst
Hannyrðahornið 21. mars 2023

Peysubrjóst

Peysubrjóst er hentug flík innan undir úlpu eða jakka, hlýtt að framan og á öxlu...

Nettur hálsklútur / sjal
Hannyrðahornið 7. mars 2023

Nettur hálsklútur / sjal

Stykkið er prjónað frá hlið í garðaprjóni úr dásamlega Drops Sky garninu.

Skuggi
Hannyrðahornið 21. febrúar 2023

Skuggi

Falleg lopapeysa sem prjónuð er úr tvöföldum plötulopa