Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Rondane poncho
Hannyrðahornið 7. júní 2021

Rondane poncho

Höfundur: Handverkskúnst

Fallegt poncho sem tilvalið er að hafa við hendina í sumar. Prjónað úr DROPS Paris með gatamynstri og garðaprjóni. Ekki skemmir fyrir að garnið fer á 35% afslátt 1.–30. júní nk.

DROPS Design: Mynstur nr w-528

Stærðir: S/M (L/XL) XXL/XXXL

Yfirvídd að neðan: 158 (188) 198 cm

Garn: DROPS PARIS (fæst í Handverkskúnst)
400 (450) 550 gr litur á mynd nr 21, ljós mynta

Prjónar: Hhringprjónn 80 cm, nr 6 – eða þá stærð sem þarf til að 14L og 23 umf í mynstri A.1 verði 10 x 10 cm.
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.2. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

MYNSTUR-1:
Umferð 1 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 2 (= ranga): Prjónið slétt.
Umferð 3 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 4 (= ranga): Prjónið 6L garðaprjón, prjónið brugðið þar til 6L eru eftir, 6L garðaprjón.
Umferð 5 (= rétta): Prjónið 6L garðaprjón, *2L slétt saman, sláið uppá prjóninn*, endurtakið frá *-* þar til 7L eru eftir, 1L sl, 6L garðaprjón.
Umferð 6 (= ranga): Prjónið 6L garðaprjón, prjónið brugðið þar til 6L eru eftir, 6L garðaprjón. ATH: Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það á að myndast gat.
Umferð 7 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 8 (= ranga): Prjónið slétt.
Umferð 9 (= rétta): Prjónið slétt.

ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð í hverri umf sem er prjónuð frá réttu (ekki í umf 5 í mynstur-1), þ.e.a.s. að það verða 2 úrtökur á 2 cm sléttprjón, 4 úrtökur í mynstur-1 og 2 úrtökur í 2 cm sléttprjón. Fellið af 1L með því að prjóna 2L slétt saman.

PONCHO:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í 2 hlutum og saumað saman í hliðum í lokin.

BAKSTYKKI: Fitjið upp 111 (123) 135 lykkjur með Paris á hringprjóna nr 6. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan þar til stykkið mælist 2 cm. Prjónið nú áfram í sléttprjóni með 6L garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Þessar 6L garðaprjón eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Þegar stykkið mælist 4 (6) 8 cm, stillið af að síðasta umf sé frá röngu. Prjónið MYNSTUR-1 - sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú sléttprjón þar til stykkið mælist ca 10 (12) 14 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6L garðaprjón, A.1B (= 3L) – sjá útskýringu að ofan – yfir næstu 3L, prjónið A.1A (= 12L) þar til 6L eru eftir (= 8 (9) 10 mynstureiningar á breiddina), 6L garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist ca 23 (28) 33 cm.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM.

Prjónið nú 2 cm sléttprjón. Stillið af að síðasta umf sé frá röngu. Prjónið mynstur-1. Prjónið síðan 2 cm sléttprjón. – JAFNFRAMT í hverri umf frá réttu í þessum kafla er fækkað um 4L jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA – alls 7 sinnum. ATH: Lykkjum er ekki fækkað í umf 5 í mynstur-1 og ekki í 6L garðaprjón í hvorri hlið. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 (3) 5 l jafnt yfir = 82 (92) 102 lykkjur eftir á prjóni. Stykkið mælist nú ca 31 (36) 41 cm.

Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6L garðaprjón, A.2 (= 10L) þar til 6L eru eftir (= 7 (8) 9 mynstureiningar á breiddina), 6L garðaprjón. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað í sléttprjóni með 6L garðaprjóni í hvorri hlið á stykki þar til stykkið mælist ca 40 (45) 50 cm. Stillið af að síðasta umf sé frá röngu.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!

Prjónið mynstur-1. Prjónið síðan 2 cm í sléttprjóni. Prjónið 6 umf garðaprjón. JAFNFRAMT í hverri umf frá réttu í þessum kafla er fækkað um 5 (6) 7 L jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA – alls 7 sinnum. ATH: Lykkjum er ekki fækkað í umf 5 í mynstri-1 og ekki í 6L garðaprjón í hvorri hlið. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 8L jafnt yfir = 39 (42) 45 lykkjur á prjóni.
Fellið af. Stykkið mælist ca 48 (53) 58 cm.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið alveg eins og bakstykki.

FRÁGANGUR:
Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju frá hálsi og niður þar til ca 20 cm er eftir að klauf í hvorri hlið.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Sokkaskór á börnin
Hannyrðahornið 5. júlí 2021

Sokkaskór á börnin

Prjónaðar tátiljur með gata­mynstri fyrir börn úr Drops Flora.

Hipsumhaps-sjal
Hannyrðahornið 21. júní 2021

Hipsumhaps-sjal

Hannaðu þitt eigið sjal eftir „Hipsum-haps“ aðferðinni: auðveld leið til að prjó...

Rondane poncho
Hannyrðahornið 7. júní 2021

Rondane poncho

Fallegt poncho sem tilvalið er að hafa við hendina í sumar. Prjónað úr DROPS Par...

Ullarvikuhúfa
Hannyrðahornið 25. maí 2021

Ullarvikuhúfa

Nokkrir uppskriftahönnuðir hafa sammælst um að senda uppskriftir í Bændablaðið s...

Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins
Hannyrðahornið 11. maí 2021

Mikil gróska í félagsstarfi ullarvinnsluhópa og ýmis tækifæri eru í nýtingu hráefnisins

Á dögunum var haldinn fyrsti Evrópski ullardagurinn. Ísland tók þátt í viðburðin...

Fallegt prjónavesti
Hannyrðahornið 28. apríl 2021

Fallegt prjónavesti

Vesti eru vinsæl í dag og notuð við öll tilefni. Þetta fallega vesti er prjónað ...

Litríkt púðaver
Hannyrðahornið 30. mars 2021

Litríkt púðaver

Prjónað púðaver úr DROPS Paris. Prjónað í röndum, með garðaprjóni og snúningum.

Vetrarskjól á herra
Hannyrðahornið 24. mars 2021

Vetrarskjól á herra

Hálskragar með axlarsæti hafa verið vinsælir í vetur og þessi fallegi kragi fyri...