Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rondane poncho
Hannyrðahornið 7. júní 2021

Rondane poncho

Höfundur: Handverkskúnst

Fallegt poncho sem tilvalið er að hafa við hendina í sumar. Prjónað úr DROPS Paris með gatamynstri og garðaprjóni. Ekki skemmir fyrir að garnið fer á 35% afslátt 1.–30. júní nk.

DROPS Design: Mynstur nr w-528

Stærðir: S/M (L/XL) XXL/XXXL

Yfirvídd að neðan: 158 (188) 198 cm

Garn: DROPS PARIS (fæst í Handverkskúnst)
400 (450) 550 gr litur á mynd nr 21, ljós mynta

Prjónar: Hhringprjónn 80 cm, nr 6 – eða þá stærð sem þarf til að 14L og 23 umf í mynstri A.1 verði 10 x 10 cm.
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.2. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

MYNSTUR-1:
Umferð 1 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 2 (= ranga): Prjónið slétt.
Umferð 3 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 4 (= ranga): Prjónið 6L garðaprjón, prjónið brugðið þar til 6L eru eftir, 6L garðaprjón.
Umferð 5 (= rétta): Prjónið 6L garðaprjón, *2L slétt saman, sláið uppá prjóninn*, endurtakið frá *-* þar til 7L eru eftir, 1L sl, 6L garðaprjón.
Umferð 6 (= ranga): Prjónið 6L garðaprjón, prjónið brugðið þar til 6L eru eftir, 6L garðaprjón. ATH: Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn, það á að myndast gat.
Umferð 7 (= rétta): Prjónið slétt.
Umferð 8 (= ranga): Prjónið slétt.
Umferð 9 (= rétta): Prjónið slétt.

ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð í hverri umf sem er prjónuð frá réttu (ekki í umf 5 í mynstur-1), þ.e.a.s. að það verða 2 úrtökur á 2 cm sléttprjón, 4 úrtökur í mynstur-1 og 2 úrtökur í 2 cm sléttprjón. Fellið af 1L með því að prjóna 2L slétt saman.

PONCHO:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í 2 hlutum og saumað saman í hliðum í lokin.

BAKSTYKKI: Fitjið upp 111 (123) 135 lykkjur með Paris á hringprjóna nr 6. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan þar til stykkið mælist 2 cm. Prjónið nú áfram í sléttprjóni með 6L garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Þessar 6L garðaprjón eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. Þegar stykkið mælist 4 (6) 8 cm, stillið af að síðasta umf sé frá röngu. Prjónið MYNSTUR-1 - sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú sléttprjón þar til stykkið mælist ca 10 (12) 14 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6L garðaprjón, A.1B (= 3L) – sjá útskýringu að ofan – yfir næstu 3L, prjónið A.1A (= 12L) þar til 6L eru eftir (= 8 (9) 10 mynstureiningar á breiddina), 6L garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist ca 23 (28) 33 cm.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM.

Prjónið nú 2 cm sléttprjón. Stillið af að síðasta umf sé frá röngu. Prjónið mynstur-1. Prjónið síðan 2 cm sléttprjón. – JAFNFRAMT í hverri umf frá réttu í þessum kafla er fækkað um 4L jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA – alls 7 sinnum. ATH: Lykkjum er ekki fækkað í umf 5 í mynstur-1 og ekki í 6L garðaprjón í hvorri hlið. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 1 (3) 5 l jafnt yfir = 82 (92) 102 lykkjur eftir á prjóni. Stykkið mælist nú ca 31 (36) 41 cm.

Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 6L garðaprjón, A.2 (= 10L) þar til 6L eru eftir (= 7 (8) 9 mynstureiningar á breiddina), 6L garðaprjón. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað í sléttprjóni með 6L garðaprjóni í hvorri hlið á stykki þar til stykkið mælist ca 40 (45) 50 cm. Stillið af að síðasta umf sé frá röngu.

LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM!

Prjónið mynstur-1. Prjónið síðan 2 cm í sléttprjóni. Prjónið 6 umf garðaprjón. JAFNFRAMT í hverri umf frá réttu í þessum kafla er fækkað um 5 (6) 7 L jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA – alls 7 sinnum. ATH: Lykkjum er ekki fækkað í umf 5 í mynstri-1 og ekki í 6L garðaprjón í hvorri hlið. Í næstu umf frá réttu er fækkað um 8L jafnt yfir = 39 (42) 45 lykkjur á prjóni.
Fellið af. Stykkið mælist ca 48 (53) 58 cm.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið alveg eins og bakstykki.

FRÁGANGUR:
Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju frá hálsi og niður þar til ca 20 cm er eftir að klauf í hvorri hlið.

Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð