Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Refahúfa
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 28. nóvember 2018

Refahúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa með refamynstri á börn, prjónuð úr Drops Lima sem er á 30% afslætti hjá Handverkskúnst. 
 
Stærðir:  3/7 (8/12) ára
Höfuðmál: 50/52 (53/55) cm
Garn: Drops Lima fæst í Handverkskúnst
- gráblár nr 6235: 50 (100) g
- ryðrauður nr 0707: 50 (50) g
- natur nr 0100: 50 (50) g
Og notið líka afgang af svörtu garni fyrir augu og nef.
 
Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn, 40 cm nr 3 og 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 22L og 30 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm.
 
Mynstur: Sjá teikningu A.1 fyrir stærð 3/7 ára og A.2 fyrir stærð 8/12 ára, allt mynstrið er prjónað slétt í hring.
 
HÚFA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna og síðan á sokkaprjóna þegar lykkjum fækkar.
 
Fitjið upp 104 (120) lykkjur á hringprjóna nr 3 með grábláum. Prjónið stroff 3 sm (2 sl, 2 br). Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið 1 umf slétt og fækkið um 4 (10) lykkjur jafnt yfir = 100 (110) lykkjur. Prjónið mynstur A1 (A2) = 5 mynstureiningar hringinn.
 
Eftir mynstur prjónið áfram slétt með grábláum þar til stykkið mælist 14 (16) cm, setjið nú 7 prjónamerki í stykkið þannig: 
 
Stærð 3/7 ára: 14-14-15-14-14-15-14 lykkjur á milli merkja.
Stærð 8/12 ára: 16-16-15-16-16-15-16 lykkjur á milli merkja.
 
Í næstu umf er fækkað um 1 lykkju eftir hvert prjónamerki með því að prjóna 2 slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 4 (6) sinnum til viðbótar og síðan í hverri umf 7 (7) sinnum = 16 (12) lykkjur eftir á prjónunum. Prjónið 2 og 2 saman út umf = 8 (6) lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og herðið að. Húfan mælist ca 19 (22) cm á hæðina. Saumið út augu og nef með lykkjuspori eftir teikningu.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is 
 
Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...

Smásjal heklað úr DROPS Air
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Uppskrift að "Happy Laurel Shawl" sjal. Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum s...

Síðar buxur
Hannyrðahornið 29. október 2023

Síðar buxur

Síðar buxur úr einbandi og plötulopa

Tíglatuskur
Hannyrðahornið 16. október 2023

Tíglatuskur

Prjónaðar tuskur með fallegu gatamynstri sem myndar tígla. Við mælum með tveimur...

Vetrartrefill
Hannyrðahornið 2. október 2023

Vetrartrefill

Uppskriftin er í einni stærð en auðvelt er að breyta bæði breidd og lengd

Notalegt hálsskjól
Hannyrðahornið 18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Nú þegar vetur nálgast er gott að byrja á vetrarprjóni. Þetta fallega og einfald...

Barnapeysan Smári
Hannyrðahornið 4. september 2023

Barnapeysan Smári

Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Sle...

Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.