Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Punktur punktur komma strik
Hannyrðahornið 7. júní 2023

Punktur punktur komma strik

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst

Prjónað ungbarnateppi úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til baka með áferðarmynstri sem minnir á mynsturpeysurnar sem hafa verið svo vinsælar upp á síðkastið.

DROPS Design: Mynstur me-089-by

Stærðir: ca 62-73 cm á breidd, ca 58-64 cm á lengd.

Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst hjá Handverkskúnst) 300-400 g, litur á mynd 15, ljós grágrænn

Prjónar: Hringprjónn nr 4, 60 cm. Kaðlaprjónn. Prjónfesta: 21 lykkjur á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

Ungbarnateppi: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.

Fitjið upp 130-154 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Merino Extra Fine.

Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið A.1, 1 lykkja sléttprjón, A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir, 1 lykkja sléttprjón, prjónið A.1. Haldið svona áfram þar til A.2 hefur verið prjónað alls 4-5 sinnum á hæðina og stykkið mælist ca 17-21 cm. Prjónið síðan mynstur yfir miðju 120-144 lykkjur eins og útskýrt er að neðan – ystu 5 lykkjurnar í hvorri hlið halda áfram í A.1 og 1 lykkja í sléttprjóni eins og áður. Prjónið A.3, endurtakið á hæðina þar til stykkið mælist ca 29-33 cm. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið A.4 alls 2 sinnum á hæðina og stykkið mælist ca 42-46 cm. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Prjónið A.5 – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 12 lykkjur jafnt yfir = 142-166 lykkjur (þetta er gert vegna þess að mynstrið dregur stykkið saman). Endurtakið A.5 yfir miðju 132-156 lykkjurnar og prjónið ystu 5 lykkjur eins og áður þar til stykkið mælist ca 57-63 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð í A.5 er fækkað um 12 lykkjur jafnt yfir = 130-154 lykkjur. Nú er prjónað A.1 yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum. Teppið mælist ca 58-64 cm frá uppfitjunarkanti.

Notalegt hálsskjól
Hannyrðahornið 18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Nú þegar vetur nálgast er gott að byrja á vetrarprjóni. Þetta fallega og einfald...

Barnapeysan Smári
Hannyrðahornið 4. september 2023

Barnapeysan Smári

Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Sle...

Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.

Rósa
Hannyrðahornið 17. júlí 2023

Rósa

Upplögð í sumarprjónið

Bleik fjöður
Hannyrðahornið 3. júlí 2023

Bleik fjöður

Prjónuð barnapeysa með v-hálsmáli. Peysan er prjónuð neðan frá og upp úr dásamle...

Fislétt húfa í göngutúrinn
Hannyrðahornið 19. júní 2023

Fislétt húfa í göngutúrinn

Þessari er gott að stinga í vasann þegar það verður of heitt í veðri

Punktur punktur komma strik
Hannyrðahornið 7. júní 2023

Punktur punktur komma strik

Prjónað ungbarnateppi úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað fram og til...

Dóru-sjal, með handgerðum skúf
Hannyrðahornið 24. maí 2023

Dóru-sjal, með handgerðum skúf

Skemmtileg og ósamhverf þríhyrna, með þremur litablokkum, sem hægt er að nota se...