Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Peysubrjóst
Hannyrðahornið 21. mars 2023

Peysubrjóst

Höfundur: Katrín Andrésdóttir

Peysubrjóst er hentug flík innan undir úlpu eða jakka, hlýtt að framan og á öxlum og vænn rúllukragi. Jafn auðvelt í notkun og trefill!

Ein stærð, en auðvelt að bæta við lykkjum og umferðum að eigin vali.

Sídd að framan: um 50 sm. Sídd að aftan: um 20 sm – eða að eigin ósk. Breidd: um 35 sm

Prjónaband: 150 gr tvöfaldur Þingborgar- plötulopi eða sambærilegt, sjá Bandbreyti Maju á thingborg.is og uppspuni.is. Prjónar: 6-7 mm

Tveggja lykkju Icord kantur: síðustu tvær lykkjurnar óprjónaðar með bandið fyrir framan, prjónaðar í upphafi umferðar. Kantarnir prjónaðir þannig alla leið.

Stroff: Fitja upp 51 lykkju. Fyrsta umferð (að aftan) slétt. Önnur umferð, að framan: tvær sléttar (Icord), 1 brugðin og ein slétt út prjóninn, endað á tveim sléttum (Icord).

Þriðja umferð, að aftan: sléttu lykkjurnar prjónaðar, þær brugnu teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan. Önnur og þriðja umferð endurtekin, alls 10 umferðir.

Bolur

Mynstur: byrjað að framan, Icord á báðum köntum. Garðaprjón 7 lykkur, áttunda lykkjan slétt og tekin óprjónuð að aftan með bandið að framan.

Hálsmál: Þegar bolur mælist ca 50 cm (eða sídd að eigin vali) eru 17 lykkjur fyrir miðju settar í hvíld, axlir síðan prjónaðar hvor fyrir sig og í annari hvorri umferð settar 2-1-1 lykkjur í hvíld.

Axlir: Axlir verða fallegri með þremur styttum umferðum, til að hálsmál að framan sé lægra en að aftan.

Bak: Prjónið 17 lykkjur á öxl, fitjið upp 17 lykkjur, prjónið 17 lykkjur af seinni öxl, alls 51 lykkja á prjóninum Prjónað í sömu breidd og mynstri og bolur, endað með samskonar stroffi og að framan, alls 20 cm eða lengd að eigin vali.

Kragi: Takið upp 54 lykkjur og prjónið hálfklukkuprjón í hring, ca 20 cm. Fellið laust af. Nú er bara eftir að ganga frá endum, skola og þurrka!

Hönnun: Katrín Andrésdóttir

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð