Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Peysubrjóst
Hannyrðahornið 21. mars 2023

Peysubrjóst

Höfundur: Katrín Andrésdóttir

Peysubrjóst er hentug flík innan undir úlpu eða jakka, hlýtt að framan og á öxlum og vænn rúllukragi. Jafn auðvelt í notkun og trefill!

Ein stærð, en auðvelt að bæta við lykkjum og umferðum að eigin vali.

Sídd að framan: um 50 sm. Sídd að aftan: um 20 sm – eða að eigin ósk. Breidd: um 35 sm

Prjónaband: 150 gr tvöfaldur Þingborgar- plötulopi eða sambærilegt, sjá Bandbreyti Maju á thingborg.is og uppspuni.is. Prjónar: 6-7 mm

Tveggja lykkju Icord kantur: síðustu tvær lykkjurnar óprjónaðar með bandið fyrir framan, prjónaðar í upphafi umferðar. Kantarnir prjónaðir þannig alla leið.

Stroff: Fitja upp 51 lykkju. Fyrsta umferð (að aftan) slétt. Önnur umferð, að framan: tvær sléttar (Icord), 1 brugðin og ein slétt út prjóninn, endað á tveim sléttum (Icord).

Þriðja umferð, að aftan: sléttu lykkjurnar prjónaðar, þær brugnu teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan. Önnur og þriðja umferð endurtekin, alls 10 umferðir.

Bolur

Mynstur: byrjað að framan, Icord á báðum köntum. Garðaprjón 7 lykkur, áttunda lykkjan slétt og tekin óprjónuð að aftan með bandið að framan.

Hálsmál: Þegar bolur mælist ca 50 cm (eða sídd að eigin vali) eru 17 lykkjur fyrir miðju settar í hvíld, axlir síðan prjónaðar hvor fyrir sig og í annari hvorri umferð settar 2-1-1 lykkjur í hvíld.

Axlir: Axlir verða fallegri með þremur styttum umferðum, til að hálsmál að framan sé lægra en að aftan.

Bak: Prjónið 17 lykkjur á öxl, fitjið upp 17 lykkjur, prjónið 17 lykkjur af seinni öxl, alls 51 lykkja á prjóninum Prjónað í sömu breidd og mynstri og bolur, endað með samskonar stroffi og að framan, alls 20 cm eða lengd að eigin vali.

Kragi: Takið upp 54 lykkjur og prjónið hálfklukkuprjón í hring, ca 20 cm. Fellið laust af. Nú er bara eftir að ganga frá endum, skola og þurrka!

Hönnun: Katrín Andrésdóttir

Dóru-sjal, með handgerðum skúf
Hannyrðahornið 24. maí 2023

Dóru-sjal, með handgerðum skúf

Skemmtileg og ósamhverf þríhyrna, með þremur litablokkum, sem hægt er að nota se...

Morgenbris Sweater
Hannyrðahornið 10. maí 2023

Morgenbris Sweater

Prjónuð peysa úr Drops Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu o...

Barnapeysa fyrir 2–4 ára
Hannyrðahornið 26. apríl 2023

Barnapeysa fyrir 2–4 ára

Uppskrift peysunnar er samvinnuverkefni nokkurra Þingborgarkvenna, þeirra Katrín...

Hádegisblóm
Hannyrðahornið 3. apríl 2023

Hádegisblóm

Þetta dúlluteppi er heklað úr Scheepjes Our Tribe sem er nýlegt garn hjá okkur í...

Peysubrjóst
Hannyrðahornið 21. mars 2023

Peysubrjóst

Peysubrjóst er hentug flík innan undir úlpu eða jakka, hlýtt að framan og á öxlu...

Nettur hálsklútur / sjal
Hannyrðahornið 7. mars 2023

Nettur hálsklútur / sjal

Stykkið er prjónað frá hlið í garðaprjóni úr dásamlega Drops Sky garninu.

Skuggi
Hannyrðahornið 21. febrúar 2023

Skuggi

Falleg lopapeysa sem prjónuð er úr tvöföldum plötulopa

Lambhúshetta fyrir kalda daga
Hannyrðahornið 7. febrúar 2023

Lambhúshetta fyrir kalda daga

Lambhúshettan er yfirleitt prjónuð á barnabörnin mín sem eru á leikskóla fyrir v...